Eldri og betri 2023
Þann 14. september næstkomandi stendur Sóltún heilbrigðisþjónusta fyrir spennandi ráðstefnu í Hörpu með fjölbreyttri dagskrá. Fyrir hádegi verða ávarpaðar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í öldrunarmálum og eftir hádegi verður fjallað um lausnir. Nokkrir af fremstu fyrirlesurum málaflokksins verða með erindi og verður ráðstefnan á íslensku, nema fyrirlestrar erlendu gestanna sem verða á ensku.
Framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, Guðlaugur Eyjólfsson verður með erindi á ráðstefnunni og kynnir Seigluna, nýja þjónustumiðstöð fyrir fólk með væg einkenni heilabilunar.
14. september 2023
kl 09:00 - 16:00
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík
Austurbakki 2