Alzheimerkaffi í Hæð...

Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31

Alzheimerkaffi er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.

Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31

Hæðargarður 31

108 Reykjavík

kl 17:00 - 18:30

Dagskrá:

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdarstjóri Bíó Paradís mætir til okkar í kaffi að þessu sinni. Hrönn mun segja okkur aðeins frá því sem framundan er hjá Bíó Paradís og hvernig þau vilja stuðla að bættu aðgengi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra.

Veitingar annast Soroptimistar og Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnar samsöng og leikur undir á píanó.

Njótum þess að hittast, spjalla, gæða okkur á góðum veitingum og syngja saman.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn. Kaffigjald er 500,- kr.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?