Alzheimerkaffi í Hæð...

Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31

Alzheimerkaffi er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.

Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31

Hæðargarður 31

108 Reykjavík

kl 17:00 - 18:30

Sveinn Arnar Sæmundsson sem stjórnað hefur samsöng hjá okkur í Alzheimerkaffinu í Hæðargarði undanfarin misseri, mun að þessu sinni bæði hefja og ljúka næsta viðburði. Arnar mætir til okkar með “ör-erindi / skemmtun” og mun taka með sér góðan gest. Með Arnari mætir Klara Elías söngkona og saman munu þau flytja okkur nokkur vel valin lög, á fyrsta fimmtudegi aðventunnar.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn. Kaffigjald er 500,- kr.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?