Alzheimerkaffi á Akureyri
Alzheimerkaffi á Akureyri verður haldið fimmtudaginn 5. september í safnaðarheimili Akureyrarkirkju frá kl. 17:00 til 18.30. Stefnt verður á að grilla að þessu sinni - það verður gott að hittast eftir sumarið, spjalla saman og fara yfir viðburði haustsins. Athugið nánari upplýsingar í Facebook hóp: Alzheimer Kaffi Akureyri. Með bestu kveðju, Björg, Dóra og Hansína María sjálfboðaliðar
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
kl 17:00 - 18:30