Alzheimerkaffi í Hæð...

Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31

Alzheimerkaffi er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.

Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31

Hæðargarður 31

108 Reykjavík

kl 17:00 - 18:30

Dagskrá:

María Reyndal, leikstjóri og leikskáld sýningarinnar “Með guð í vasanum” og leikonur sýningarinnar, þær Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Kristbjörg Kjeld, mæta til okkar í kaffi að þessu sinni. Saman munu þær vera með uppistand/ör-erindi fyrir okkur.

Sýningingin “Með guð í vasanum” hefur verið sýnd við góðar undirtektir í Borgarleikhúsinu og er gaman að segja frá því að María, Katla og Kristbjörg hafa allar verið tilnefndar til Grímuverðlauna, hver fyrir sinn þátt í sýningunni

Njótum spjallsins, samverunnar, veitinganna og síðast en ekki síst samsöngsins.

Veitingar annast Soroptimistar og Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnar samsöng og leikur undir á píanó.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn. Kaffigjald er 500,- kr.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?