Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.
Lífsgæðasetur St.Jó - 3.hæð
Suðurgata 41
kl 13:30 - 15:00
Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur
Stuðningshópurinn er í umsjón Brynhildar Jónsdóttur. Brynhildur er sálfræðingur í Seiglunni. Eftir mastersnám starfaði Brynhildur á Minnismóttökunni á Landkoti við taugasálfræðilegar greiningar á fólki sem þangað leitaði vegna gruns um byrjandi heilabilun. Brynhildur starfaði einnig sem klínískur sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún sinnti greiningum og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum.