Aðstandendasamvera á Ísafirði
Aðstandendur fólks með Alzheimer eða aðra heilabilun eiga það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða hjúkrunarheimili.
Markmið samverunnar er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annara í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.
Soroptimistaklúbbur Ísafjarðar sér um kaffiveitingar - 500 kr kaffigjald.
Öll velkomin
4. nóvember 2025
kl 16:30 - 18:00
Félagsmiðstöð eldri borgara á Hlíf
