Aðstandendur fólks m...

Aðstandendur fólks með heilabilunarsjúkdóma - helstu áskoranir á mismunandi stigum sjúkdómanna

vegna mikilla vinsælda endurtökum við þennan mikilvæga og áhugaverða fyrirlestur með Brynhildi, sálfræðingnum okkar sem var síðast haldinn í byrjun árs 2023.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu áskoranir aðstandenda á ólíkum stigum: frá greiningarferlinu, yfir dagþjálfunartímabilið og hvíldarinnlagnir, til flutnings á hjúkrunarheimili. Í þessu ferli eru eru ýmsar krefjandi vörður sem reyna á fjölskyldur og aðstandendur.

Brynhildur hefur í gegnum störf sín með stuðningshópum samtakanna og sálfræðiviðtölum öðlast mikla innsýn í það sem aðstandendur ganga í gegnum. Hún þekkir jafnframt vel til heilabilunar og mun deila nytsamlegum ráðum og benda á gagnleg úrræði.

Þessi fyrirlestur er einungis ætlaður aðstandendum og fagfólki.

FYRIRLESARI

Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur sem sér meðal annars um sálfræðiviðtöl og stuðningshópa fyrir aðstandendur hjá okkur í samtökunum.

Brynhildur hefur starfað á Minnismóttökunni á Landakoti við taugasálfræðilegar greiningar á fólki sem þangað leitaði vegna gruns um byrjandi heilabilun. Þá var hún einnig klínískur sálfræðingur á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og sinnti greiningum og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum.

FYRIR HVERJA

Einungis fyrir aðstandendur/fagfólk og aðra sem hafa áhuga á málefninu. Fyrirlesturinn er ekki ætlaður einstaklingum með heilabilun.

Engin skráning nauðsynleg.

HVENÆR

Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00

HVAR

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði samtakanna í St. Jó í Hafnarfirði á 3. hæð.
Hann verður tekinn upp og settur á vefinn okkar daginn eftir.

Aðstandendur fólks með heilabilunarsjúkdóma - helstu áskoranir á mismunandi stigum sjúkdómanna

18. nóvember 2025

kl 17:00 - 18:30

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?