Bækur
Að endurvekja lífsneistan hjá fólki með heilabilun
eftir Jane Verity
Þýðandi: Ingibjörg Pétursdóttir.
Jane Verity, sem er fædd og uppalin í Danmörku, er stofnandi samtakanna Dementia Care Australia. Í þessu litla riti eru meðal annars leiðbeiningar um hvernig við getum átt jákvæð samskipti við fólk með heilabilun. Auk þess eru tillögur að daglegum athöfnum sem fólk með heilabilun getur enn haft ánægju af og því er lýst hvernig við getum tryggt að þessar athafnir verði jákvæðar fyrir sjúklinginn og þá aðila sem annast hann.
Úgefandi: FAAS 2008
Bókina er hægt að panta í síma 533 1088 eða í netverslun: smellið hér.
Karen - Í viðjum Alzheimer
eftir Helje Solberg
Þýðendur: Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson
Þetta er sönn saga um lækninn Karen Sofie Mørstad sem fékk Alzheimerssjúkdóm.
Í bókinni eru einkar góðar lýsingar af því hvernig sjúklingurinn sjálfur upplifir þær breytingar sem hann finnur fyrir á fyrri stigum sjúkdómsins.
Norska blaðakonan Helje Solberg skráði, með aðstoð Karenar og systra hennar.
Bókin kom út í Noregi árið 1996 og í íslenskri þýðingu árið 1997 (endurprentuð árið 2003).
Útgefandi: FAAS
Bókina er hægt að panta í síma 533 1088 eða í netverslun: smellið hér.