RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Útgefið efni

Bækur

Að endurvekja lífsneistan hjá fólki með heilabilun

eftir Jane Verity

Þýðandi:  Ingibjörg Pétursdóttir.

 

Jane Verity, sem er fædd og uppalin í Danmörku, er stofnandi samtakanna Dementia Care Australia. Í þessu litla riti eru meðal annars leiðbeiningar um hvernig við getum átt jákvæð samskipti við fólk með heilabilun. Auk þess eru tillögur að daglegum athöfnum sem fólk með heilabilun getur enn

haft ánægju af og því er lýst hvernig við getum tryggt að þessar athafnir verði

jákvæðar fyrir sjúklinginn og þá aðila sem annast hann.

 

Úgefandi: FAAS 2008

Bókina er hægt að panta í síma 533 1088 eða í netverslun: smellið hér.

 

Karen - Í viðjum Alzheimer

eftir Helje Solberg

Þýðendur: Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson

 

Þetta er sönn saga um lækninn Karen Sofie Mørstad sem fékk Alzheimerssjúkdóm.

Í bókinni eru einkar góðar lýsingar af því hvernig sjúklingurinn sjálfur upplifir þær breytingar sem hann finnur fyrir á fyrri stigum sjúkdómsins.

Norska blaðakonan Helje Solberg skráði, með aðstoð Karenar og systra hennar.

Bókin kom út í Noregi árið 1996 og í íslenskri þýðingu árið 1997 (endurprentuð árið 2003).

 

Útgefandi: FAAS

Bókina er hægt að panta í síma 533 1088 eða í netverslun: smellið hér.

Tímarit Alzheimersamtakanna

Alzheimersamtökin hétu áður FAAS - félag áhugafólks um Alzheimersjúkdóminn og aðra skylda sjúkdóma.

FAAS stóð fyrir og styrkti útgáfu margvíslegs efnis um heilabilun.

Félagið gaf út FAAS fréttir tvisvar á ári. Ritið var sent öllum félagsmönnum, á heilbrigðisstofnanir um land allt og til annarra sem láta sig heilabilunarsjúkdóma varða.

FAAS fréttir komu út í byrjun árs og að hausti. Ritið hefur að geyma ýmsan fróðleik auk upplýsinga um félagsstarf FAAS.

Hægt er að smella á myndirnar til að skoða ritin.

Fyrsta blaðið með nýju nafni kom út í maí 2017, Alzheimerblaðið. Áhersla verður lögð á að gefa út eitt veglegt blað á pappír árlega í stað tveggja áður. Í staðinn verður aukin áhersla lögð á útgáfu greina og fræðsluefnis á vefmiðlum.

Bæklingar

Bæklingur Alzheimersamtakanna með almennum upplýsingum um starfsemina. Smellið á hlekkinn til að opna prentvæna útgáfu eða hafið samband við skrifstofu til að fá send eintök alzheimer[a]alzheimer.is eða 533 1088.

Bæklingur Landspítalans "Heilabilun - Upplýsingar til aðstandenda".

Bæklingur Landsbjargar um öryggi í heimahúsum. "Örugg efri ár"

Fleiri bæklingar væntanlegir.


Myndbönd

Í júní 2016 gáfu Alzheimersamtökin út myndband til að hvetja aðstandendur til að opna á samtalið um heilabilunarsjúkdóma þegar þeir verða varir við breytingar hjá sínum nánustu. 

 

 

VEFTRÉ
W:
H: