RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Hugmyndafræði Alzheimersamtakanna

Persónumiðuð umönnun

Ráðandi hugmyndafræði í þjónustu við fólk með heilabilun í dag og umönnun þess er persónumiðuð umönnun (e. person centred care). Hugtakið er upphaflega komið frá breska sálfræðingnum Carl Rogers sem kynnti hugmyndir sínar um skjólstæðings miðaða meðferð (e. client-centred therapy) árið 1940. Árið 1974 breyttu hann og samstarfsmenn hans hugtakinu í persónumiðaða umönnun.

Kjarni persónumiðaðrar umönnunar er að hver einstaklingur hafi möguleika á að vaxa og þroskast. Hver og ein manneskja sé fær um að öðlast sjálfsþekkingu og sjálfsskilning sem stuðlar að vellíðan. Svo þetta sé mögulegt þarf aftur á móti ákveðnar aðferðir og ákjósanlegar ytri aðstæður. Það er samspil þessara þátta sem gerir fólki kleift að vera algjörlega það sjálft. 

Tom Kitwood

Breski sálfræðingurinn Tom Kitwood notaði hugtakið fyrst í tengslum við heilabilun árið 1988 þar sem hann lagði upp með nýja nálgun í umönnun fólks með heilabilun. Síðan hefur verið litið á kenningu hans sem kaflaskil í umfjöllun um heilabilun. 

Kenning Kitwood byggir á kenningu Rogers en sett í samhengi við heilabilunarsjúkdóma og þær breytingar sem verða hjá þeim sem greinist. Kitwood lagði ríka áherslu á að breytingarnar væru ekki eingöngu líffræðilegar. Breytingar í umhverfinu, í viðmóti fólks og á persónulegum tengslum við aðra hafa ekki síður áhrif á þróun og birtingarmyndir sjúkdómsins.

Frá því Kitwood gaf út bók sína Dementia reconsidered: The Person Comes First 1997 með kenningunni um persónumiðaða umönnun hafa ótal útfærslur á henni litið dagsins ljós.

Bókin heitir á íslensku Ný sýn á heilabilun: Einstaklingurinn í öndvegi og kom út árið 2007. Svava Aradóttir hjúkrunarfræðingur þýddi. Bókina má kaupa í netverslun með því að smella hérÝmsar aðferðir

Sem dæmi um útfærslu á persónumiðaðri umönnun fólks með heilabilun má nefna Eden hugmyndafræðina (e. The Eden Alternative) sem byggir á hugmyndum öldrunarlæknisins Dr. William H. Thomas. Öldrunarlæknirinn Allen Power hefur varið stórum hluta starfsævi sinnar í að kynna hugmyndafræðina. Hann hefur skrifað tvær bækur um efnið; Dementia Beyond Disease og Dementia Beyond Drugs. Smellið hér til að lesa nánar um Al Power. Smellið hér til að opna heimasíðu Eden Alternative á Íslandi. Þrjú hjúkrunarheimili á Íslandi hafa hlotið vottun sem Eden heimili. Hlíð og Lögmannshlíð á Akureyri og Mörk í Reykjavík. 

Annað dæmi er Namaste hugmyndafræðin (e. Namaste Care) sem félagsráðgjafinn Joyce Simard, MSW þróaði til að auka vellíðan fólks með langt genginn heilabilunarsjúkdóm. Meðferðinni er ætlað að auka vellíðan Það felur meðal annars í sér handa- og fótaþvott með nuddi, andlitsþvott, rakstur og húðhirðu. Unnið er með skynfæri einstaklinga og þeir örvaðir á ákveðinn hátt. Það skilar sér í betri líðan, meiri ró og minni þörf á lyfjum. Namaste hugmyndafræðin er meðal annars notuð á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og hjúkrunardeild fyrir fólk með heilabilun á Landakoti, L4. 

Viðurkennandi nálgun (e. validation method) sem annar félagsráðgjafi Naomi Feil, MSW hefur þróað og snýst um samskipti við fólk með heilabilun á öllum stigum sjúkdómsins. Aðferðin er töluvert notuð á hjúkrunarheimilum í Bandaríkjunum. Smellið hér til að sjá dæmi um notkun aðferðarinnar. 

VIPS aðferðafræðin (e. VIPS framework) er þróuð af sálfræðingnum Dawn Brooker, PhD. ásamt fleirum. Hún hefur innleitt hana í samvinnu við aðra sérfræðinga við University of Worcester í Bretlandi. Skammstöfunin stendur fyrir „Values people, Individual needs, Perspective of service user, Supportive social psychology“. Á íslensku myndi það útleggjast gróflega sem metur fólk, einstaklingsmiðaðar þarfir, sjónarmið notanda, styðjandi sálfélagsleg nálgun. Smellið hér til að lesa nánar um VIPS. 

VEFTRÉ
W:
H: