RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fræðsla og stuðningur

Ráðgjöf

Markmið Alzheimersamtakanna er að miðla upplýsingum til aðstandenda og áhugafólks um Alzheimerssjúkdóminn. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa fyrir einstaklinga og fjölskyldur vegna ástvina sem greindir hafa verið með Alzheimer eða heilabilun og/eða ef grunur leikur á um sjúkdóminn.

Ráðgjafarsími Alzheimersamtakanna er 533 1088 

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið alzheimer[hjá]alzheimer.isAlzheimer kaffi

Víða í Evrópu eru rekin svokölluð Alzheimer Café sem eru í raun um tveggja tíma viðburður þar sem fram fer fræðsla,spjall, kaffi, hljóðfæraleikur og gjarnan söngur. Hugmyndin er ættuð frá Hollandi og er um 15 ára gömul. Þar í landi eru starfrækt um 200 slík kaffihús.

Í ágúst 2012 óskuðu forsprakkarnir þær Guðmunda Steingrímsdóttir, Kolbrún Sigurpálsdóttir og Pálína Hrönn Skjaldardóttir eftir samstarfi m. a. við Reykjavíkuborg, FAAS og félagsmiðstöðina í Hæðargarði um verkefnið Alzheimer kaffi sem tilraunavekefni til tveggja ára.  Þær stöllur hafa lengi haft brennandi áhuga á málefnum fólks með heilabilun enda málið þeim skylt því þær hafa í mörg ár unnið með fólk með slíka sjúkdóma. 

Alzheimer kaffi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði er ætlað fólki með Alzheimer og skylda sjúkdóma og aðstandendum þeirra og vinum. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm. Einnig að vera vettvangur fyrir nýjungar og þróun.

Við lítum sérstaklega til þeirra sem eru á biðlista eftir dagþjálfun en það eru yfir 100 manns á stór Reykjavíkursvæðinu auk þeirra sem  greinast um og eftir miðjan aldur með þennan sjúkdóm og hafa fá eða engin úræði. Við viljum gefa  þeim og aðstandendum þeirra kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda.

Alzheimer Kaffi er fyrir fólk með alzheimer og skylda sjúkdóma og aðstandendur þeirra.

Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik
Aðgangseyrir kr. 500.- kaffi innifalið
Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31, 108 Reykjavík

Næsta kaffi má finna undir viðburðir

Fræðslufundir

Fræðslufundir og fyrirlestrar eru haldnir í nafni samtakanna hjá ýmsum félögum og stofnunum.

Vegna flutninga mun fræðsludagskrá vetrarins 2016-2017 hefjast í janúar 2017.

Fræðslufundirnir verða haldnir í sal Setursins, þar sem skrifstofa Alzheimersamtakanna er staðsett, Hátúni 10, 105 Reykjavík.

Allir fyrirlestrar eru auglýstir á viðburðadagatali okkar. 

Glærur og upptökur af öllum fræðslufundum má nálgast með því að smella hér. Samverustundir

Frá og með janúar 2017 munu Alzheimersamtökin standa fyrir samverustundum fyrir aðstandendur fólks með heilabilun tvisvar í mánuði. Annar fundurinn er á dagvinnutíma en hinn að kvöldi. Með þessu vilja samtökin reyna að koma til móts við sem flesta sem vilja nýta sér samverustundirnar. 

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu. Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

Allar samverustundir eru auglýstar í viðburðadagatali okkar. 

Samstarf við Minnismóttöku

Alzheimersamtökin og Minnismóttaka LSH á Landakoti deila því markmiði að vilja tryggja fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra bestu mögulegu þjónustu á hverjum tíma og greitt aðgengi að upplýsingum. 

Samstarf okkar við Minnismóttökuna felst meðal annars í því að einu sinni á ári er Minnismóttakan með fræðslufund í húsnæði Alzheimersamtakanna í Hátúni 10.


Næsti fundur verður auglýstur undir viðburðir og á samfélagsmiðlum

                                                 

 

 

 

Dagskrá fundar í nóvember 2016 


Fræðsla fyrir aðstandendur fólks með heilabilun

Fræðslufundur á vegum Minnismóttöku Landspítalans á Landakoti.
Smellið á titil til að opna fyrirlestur. 

 

 

Heilabilun; orsakir, einkenni og ýmis ráð

Guðrún Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur /
deildarstjóri minnismóttökunnar á Landakoti


Dagleg iðja, aðlögun og hjálpartæki

Rósa Hauksdóttir yfiriðjuþjálfi á Landakoti


Velferðarþjónusta

Ásta Guðmundsdóttir félagsráðgjafi á Landakoti


Að vera aðstandandi

Ása Guðmunsdóttir sálfræðingur á Landakoti

 

Efninu er ætlað að höfða sérstaklega til aðstandenda fólks með heilabilun en allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.

VEFTRÉ
W:
H: