Ráðgjöf
Markmið Alzheimersamtakanna er að miðla upplýsingum til fólks með heilabilun, aðstandenda, fagaðila og annarra sem láta sig málefnið varða.
Sigurbjörg Hannesdóttir, iðjuþjálfi, starfar sem fræðslustjóri Alzheimersamtakanna og sinnir jafnframt ráðgjöf á skrifstofu samtakanna í Setrinu, Hátúni 10 í Reykjavík. Boðið er upp á ráðgjafa- og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga og hjón/pör og fjölskyldufundi ef fleiri vilja koma saman.
Ekki skiptir máli hvar í ferlinu einstaklingur eða fjölskylda er stödd þegar pantað er viðtal. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt eða búa utan höfuðborgarsvæðisins má hringja og óska eftir ráðgjafaviðtali í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.
Ráðgjöfin er frí fyrir félagsmenn en aðrir greiða 5.000 kr. fyrir viðtalið. Við bendum á að það má ganga í Alzheimersamtökin með því að smella hér.
Ráðgjafarsími Alzheimersamtakanna er 520 1082 og er hann opinn mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00 - 16:00.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið alzheimer[hjá]alzheimer.is