Starfsmannastefna
Alzheimersamtökin hafa í sínum röðum hæfa starfsmenn sem finnst eftirsóknarvert að starfa með fólki með heilabilun. Markmið samtakanna er að þar starfi aðeins bestu starfsmenn sem völ er á hverju sinni sem hafa yfir að ráða faglegri og persónulegri færni til að sinna fræðslu, ráðgjöf, umönnun og þjálfun skjólstæðinga sinna. Stefnt er að því að þeir séu ávallt vel menntaðir, rétt þjálfaðir og hæfir til að sinna starfi sínu af fagmennsku, alúð og ánægju.
Starfsfólk hefur einsett sér að hafa jákvæðni, umhyggju, virðingu og framsækni að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Gildin eru forsenda þess að styrkja traust og stuðla að langtímasambandi á milli stjórnar, starfsmanna, skjólstæðinga og aðstandenda.
Staðið er faglega að ráðningu og móttöku nýrra starfsmanna, fylgst er með starfsþróun einstaklinga og hlúð að mannauðsbætandi þáttum.
Starfsþróun og fræðslustarf tekur mið af stefnu og markmiði samtakanna hverju sinni auk hlutverks og verkefna viðkomandi starfsmanna. Starfsmenn og stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á starfsþróun, símenntun og þekkingaröflun.
Starfsmenn umgangast hver annan af kurteisi og virðingu. Fólk er jákvætt og heiðarlegt; hreinskilið og baktalar ekki hvert annað.
Einn af hornsteinum starfsemi okkar er að starfsmenn gæti ávallt fyllsta trúnaðar gagnvart starfseminni, skjólstæðingum og aðstandendum þeirra.
Alzheimersamtökin stuðla að bættri heilsu starfsmanna því bætt heilsa leiðir til aukinnar starfsánægju, fækkunar fjarvista og betri líðanar.
Meginmarkmið okkar eru að
· starfsánægja sé ávallt í hámarki til að efla liðsheild og hámarka árangur í starfi
· gæta jafnréttis í einu og öllu
· skapa starfsmönnum góða vinnuaðstöðu og launakjör svo félagið sé samkeppnisfært við sambærilega vinnustaði
· tryggja að starfsfólk búi við góðan aðbúnað og öryggi í samræmi við lög og kjarasamninga hverju sinni og réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsmanna
· stuðla að jafnvægi á milli starfs og einkalífs
· tryggja að upplýsingamiðlun uppfylli þarfir starfsmanna og stjórnenda
· starfsmenn fái reglulega hreinskiptna og uppbyggilega endurgjöf um frammistöðu sína
· uppfylla í öllu þarfir og kröfur þess lagaumhverfis sem við búum við
· tryggja starfsþróun með sí- og endurmenntun starfsmanna
· starfsmenn kappkosti að vinna að eflingu liðsheildar og miðla þekkingu og reynslu á þann hátt að það nýtist öðrum jafnt sem þeim sjálfum
Gildi
Starfsfólk Alzheimersamtakanna hefur einsett sér að hafa jákvæðni, umhyggju, virðingu og framsækni að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Gildin eru yfirlýsing um hvernig við vinnum. Lögð er áhersla á að vinna að þeim með markvissum hætti. Þau eru því forsenda þess að styrkja traust og stuðla að langtímasambandi á milli starfsmanna, heilbrigðisyfirvalda, skjólstæðinga og aðstandenda þeirra.
Jákvæðni
Starfsmaður hefur gleði og jákvæðni að leiðarljósi og þannig góð áhrif á samstarfsmenn, skjólstæðinga og aðstandendur.
Umhyggja
Starfsmaður er skilningsríkur, þolinmóður og hlýr í viðmóti; er góður hlustandi og sýnir hæfni í samskiptum við skjólstæðinga, aðstandendur og samstarfsfólk.
Virðing
Starfsmaður sýnir skjólstæðingum, aðstandendum og samstarfsfólki virðingu, er heiðarlegur og leggur sig fram um að koma fram við aðra eins og hann vill að komið sé fram við sig.
Framsækni
Starfsmaður er hugmyndaríkur og sýnir metnað og frumkvæði í starfi með skjólstæðingum. Hann er sjálfstæður í vinnubrögðum og sýnir fagmennsku.