RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Um Alzheimersamtökin

Lög

Lög Alzheimersamtakanna á Íslandi

Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð 1985.

Við stofnun hét félagið FAAS - félag áhugafólks og aðstandenda um Alzheimersjúkdóminn og aðra skylda sjúkdóma.

Núgildandi lög voru samþykkt á aðalfundi þann 17. mars 2022. 

Smellið hér til að opna lögin í nýjum glugga.Stjórn

Núverandi stjórn Alzheimersamtakanna var kosin á aðalfundi  17. mars 2022.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum. Formaður skal kosinn árlega á aðalfundi, en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, tveir og tveir.
Tveir varamenn eru kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnina skipa:

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður 

Árni Sverrisson, meðstjórnandi

Guðbjörg Alfreðsdóttir, meðstjórnandi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, meðstjórnandi 

Sigurjón Þórðarson, meðstjórnandi

Brynjólfur Bjarnason, varamaður

Ragnhildur Sverrisdóttir, varamaður

 

Starfsfólk skrifstofu

Harpa Björgvinsdóttir, Verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Alzheimersamtakanna St. Jó., 520 1087

    

Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslu- og verkefnastjóri, 520 1082 / 691 6280

  

Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri, 520 1081/ 844 6500

 

Skrifstofan er til húsa á 3.hæð í Lífsgæðasetrinu St. Jó, 3.hæð Suðurgötu 41, 220 Hafnarfirði

Hafið samband sími: 533 1088 Netfang: alzheimer@alzheimer.is

     

     

 


 

 

 

 


Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma var stofnað 1985,

hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum


 

Starfsemin

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma var stofnað árið 1985. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Markmið félagsins er enn það sama rúmum 30 árum síðar en í maí 2016 var nafni þess breytt í Alzheimerssamtökin.

 

Fjármögnun
Fjármögnun félagsins byggist á félagsgjöldum, minningargjöfum og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum.

 

Félagið rekur dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm.  Fríðuhús að Austurbrún 31 í Reykjavík, Maríuhús að Blesugróf 27 í Reykjavík og Drafnarhús að Strandgötu 75 í Hafnarfirði.

Opnir fræðslufundir eru yfir vetrarmánuðina og eru þeir auglýstir undir viðburðum og á samfélagsmiðlum. Félagsmenn og aðrir sem hafa skráð sig á póstlista fá jafnframt senda áminningu í tölvupósti um viðburði félagsins.

 

Skoðunarmenn reikninga
Kristinn Jörundsson viðskiptafræðingur og bókari

Ragna Þóra Ragnarsdóttir, viðurkenndur bókari

Löggiltur endurskoðandi: Sigríður Soffía Sigurðardóttir.

Tenglar Alzheimersamtakanna starfa um land allt. Ásamt þeim standa samtökin fyrir fundum víðsvegar um landið og eru þeir auglýstir sérstaklega á hverjum stað fyrir sig.

Alzheimersamtökin eru til húsa í Lífsgæðasetrinu St.Jó. við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

 

Hjá samtökunum er hægt að leita upplýsinga og fá ráðgjöf. Þar er jafnframt hægt að gerast meðlimur og kaupa minningarkort félagsins.

 

Félagið er aðildafélag að Öryrkjabandalagi Íslands, evrópska Alzheimersfélaginu, alþjóðlegu Alzheimerssamtökunum og í samstarfi við Alzheimersfélögin á Norðurlöndum.

 

 

Merkið okkar

Þegar nafni samtakanna var breytt úr FAAS - félag áhugafólks og aðtandenda um alzheimersjúkdóminn og aðra skylda sjúkdóma þann 11. maí 2016 var um leið kynnt nýtt félagamerki. Jóhanna Svala Rafnsdóttir hjá Kapli markaðsráðgjöf hannaði merkið og sá Kapall jafnframt um að hann útlit nýrrar heimasíðu. Fyrir það kunnum við þeim bestu þakkir.

Nýja merkið táknar annars vegar heilahvelin tvö, annað er ljósara en hitt til að endurspegla minnkaða virkni.

Jafnframt má lesa út úr merkinu lítið a, fyrir Alzheimer.


 

 

 

Starfsmannastefna og gildi

Starfsmannastefna

Alzheimersamtökin hafa í sínum röðum hæfa starfsmenn sem finnst eftirsóknarvert að starfa með fólki með heilabilun.  Markmið samtakanna er að þar starfi aðeins bestu starfsmenn sem völ er á hverju sinni sem hafa yfir að ráða faglegri og persónulegri færni  til að sinna fræðslu, ráðgjöf, umönnun og þjálfun skjólstæðinga sinna.  Stefnt er að því að þeir séu ávallt vel menntaðir, rétt þjálfaðir og hæfir til að sinna starfi sínu af fagmennsku, alúð og ánægju.

Starfsfólk hefur einsett sér að hafa jákvæðni, umhyggju, virðingu og framsækni að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Gildin eru forsenda þess að styrkja traust og stuðla að langtímasambandi á milli stjórnar, starfsmanna, skjólstæðinga og aðstandenda.

Staðið er faglega að ráðningu og móttöku nýrra starfsmanna, fylgst er með starfsþróun einstaklinga og hlúð að mannauðsbætandi þáttum.

Starfsþróun og fræðslustarf tekur mið af stefnu og markmiði samtakanna hverju sinni auk hlutverks og verkefna viðkomandi starfsmanna. Starfsmenn og stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á starfsþróun, símenntun og þekkingaröflun.

Starfsmenn umgangast hver annan af kurteisi og virðingu. Fólk er jákvætt og heiðarlegt; hreinskilið og baktalar ekki hvert annað.

Einn af hornsteinum starfsemi okkar er að starfsmenn gæti ávallt fyllsta trúnaðar gagnvart starfseminni, skjólstæðingum og aðstandendum þeirra.

Alzheimersamtökin stuðla að bættri heilsu starfsmanna því bætt heilsa leiðir til aukinnar starfsánægju, fækkunar fjarvista og betri líðanar.

Meginmarkmið okkar eru að

·       starfsánægja sé ávallt í hámarki til að efla liðsheild og hámarka árangur í starfi

·       gæta jafnréttis í einu og öllu

·       skapa starfsmönnum góða vinnuaðstöðu og launakjör svo félagið sé samkeppnisfært við sambærilega vinnustaði

·       tryggja að starfsfólk búi við  góðan aðbúnað og öryggi í samræmi við lög og kjarasamninga hverju sinni og réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsmanna

·       stuðla að jafnvægi á milli starfs og einkalífs

·       tryggja að upplýsingamiðlun uppfylli þarfir starfsmanna og stjórnenda

·       starfsmenn fái reglulega hreinskiptna og uppbyggilega endurgjöf um frammistöðu sína

·       uppfylla í öllu þarfir og kröfur þess lagaumhverfis sem við búum við

·       tryggja starfsþróun með sí- og endurmenntun starfsmanna

·       starfsmenn kappkosti að vinna að eflingu liðsheildar og miðla þekkingu og reynslu á þann hátt að það nýtist öðrum jafnt sem þeim sjálfum

 

Gildi

Starfsfólk Alzheimersamtakanna hefur einsett sér að hafa jákvæðni, umhyggju, virðingu og framsækni að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Gildin eru yfirlýsing um hvernig við vinnum. Lögð er áhersla á að vinna að þeim með markvissum hætti. Þau eru því forsenda þess að styrkja traust og stuðla að langtímasambandi á milli starfsmanna, heilbrigðisyfirvalda, skjólstæðinga og aðstandenda þeirra.

Jákvæðni

Starfsmaður hefur gleði og jákvæðni að leiðarljósi og þannig góð áhrif á samstarfsmenn, skjólstæðinga og aðstandendur.

Umhyggja

Starfsmaður er skilningsríkur, þolinmóður og hlýr í viðmóti; er góður hlustandi og sýnir hæfni í samskiptum við skjólstæðinga, aðstandendur og samstarfsfólk.

Virðing

Starfsmaður sýnir skjólstæðingum, aðstandendum og samstarfsfólki virðingu, er heiðarlegur og leggur sig fram um að koma fram við aðra eins og hann vill að komið sé fram við sig.

Framsækni

Starfsmaður er hugmyndaríkur og sýnir metnað og frumkvæði í starfi með skjólstæðingum. Hann er sjálfstæður í vinnubrögðum og sýnir fagmennsku.

VEFTRÉ
W:
H: