Seiglan

Seiglan starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og lagt er áhersla á að vinna með styrkleika einstaklingsins, skapa aðstæður til að hann geti stundað sína iðju og styrkt sín félagslegu tengsl. Yfirumsjón með starfinu hefur Harpa Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Seiglunnar. Í Seiglunni starfa iðjuþjálfi, sálfræðingur og aðstoðarmenn iðjuþjálfa ásamt sjálfboðaliðum. Til þess að skrá sig í þjónustu hjá Seiglunni þarf ekki beiðni frá lækni en greining á sjúkdómnum þarf að liggja fyrir. Fyrir nánari upplýsingar eða skráningu í þjónustu er hægt að hafa samband í síma 520 1080 eða senda email á seiglan@alzheimer.is

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?