Vinaminni í Sveitarfélaginu Árborg
Vinaminni tók til starfa 4 maí 2009 og árið 2013 var Vinakot tekið í gagnið en þá var bílskúr Vinaminnis innréttaður. Vinaminni er sérhæfð dagdvöl fyrir fólk með heilabilun og tengda sjúkdóma. Í Vinaminni er leyfi fyrir 10 einstaklinga á dag og geta þeir valið um að vera í einn til fimm daga í viku. Auk forstöðumanns starfa fjórir starfsmenn í 3,2 stöðugildum. Vinaminni er notalegt heimili þar sem allir starfsmenn leggja sitt af mörkum til þess að mæta sem best þörfum þeirra sem sækja dagdvölina og oft er glatt á hjalla.
Okkar markmið er að koma fram af virðingu við fólk, draga úr vanlíðan og vanmáttakennd, koma auga á það hvernig við getum virkjað fólk, eflt það og styrkt og hlúð að andlegri og líkamlegri vellíðan. Dagdvölin er ekki síður mikilvæg til þess að létta undir með aðstandendum og veita þeim stuðning. Nágrannasveitarfélögin hafa nýtt sér þjónustuna í Vinaminni. Tveir af tenglum Alzheimersamtakanna á Suðurlandi eru forstöðumaður dagdvalarinnar annars vegar og hinn starfsmaður Vinaminnis og þangað getur fólk leitað eftir upplýsingum.
Vinaminni í Sveitarfélaginu Árborg
Vinaminni tók til starfa 4 maí 2009 og árið 2013 var Vinakot tekið í gagnið en þá var bílskúr Vinaminnis innréttaður. Vinaminni er sérhæfð dagdvöl fyrir fólk með heilabilun og tengda sjúkdóma. Í Vinaminni er leyfi fyrir 10 einstaklinga á dag og geta þeir valið um að vera í einn til fimm daga í viku. Auk forstöðumanns starfa fjórir starfsmenn í 3,2 stöðugildum. Vinaminni er notalegt heimili þar sem allir starfsmenn leggja sitt af mörkum til þess að mæta sem best þörfum þeirra sem sækja dagdvölina og oft er glatt á hjalla.
Okkar markmið er að koma fram af virðingu við fólk, draga úr vanlíðan og vanmáttakennd, koma auga á það hvernig við getum virkjað fólk, eflt það og styrkt og hlúð að andlegri og líkamlegri vellíðan. Dagdvölin er ekki síður mikilvæg til þess að létta undir með aðstandendum og veita þeim stuðning. Nágrannasveitarfélögin hafa nýtt sér þjónustuna í Vinaminni. Tveir af tenglum Alzheimersamtakanna á Suðurlandi eru forstöðumaður dagdvalarinnar annars vegar og hinn starfsmaður Vinaminnis og þangað getur fólk leitað eftir upplýsingum.