Árið 1997 gaf Pétur Símonarson Alzheimersamtökunum (þá FAAS) húsið að Austurbrún 31 til minningar um konu sína Fríðu Ólafsdóttur. Endurbætur og undirbúningur tók um þrjú ár. Sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun tók til starfa í byrjun janúar 2001.
Fríðuhús er dagþjálfun rekin af Alzheimersamtökunum. Markmið dagþjálfana í rekstri Alzheimersamtakanna er að:
Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að einstaklingurinn fái að njóta sín og finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór, Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.
Alls dvelja í húsinu dag hvern 18 einstaklingar með heilabilun.
Árið 1997 gaf Pétur Símonarson Alzheimersamtökunum (þá FAAS) húsið að Austurbrún 31 til minningar um konu sína Fríðu Ólafsdóttur. Endurbætur og undirbúningur tók um þrjú ár. Sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun tók til starfa í byrjun janúar 2001.
Fríðuhús er dagþjálfun rekin af Alzheimersamtökunum. Markmið dagþjálfana í rekstri Alzheimersamtakanna er að:
Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að einstaklingurinn fái að njóta sín og finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór, Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.
Alls dvelja í húsinu dag hvern 18 einstaklingar með heilabilun.