Minnismóttakan
Fyrir skoðun á minnismóttöku þarf að berast beiðni frá lækni. Læknir og hjúkrunarfræðingur meta almennt heilsufar og þætti sem tengjast vitrænni starfsemi með samtali, skoðun og prófum. Æskilegt er að aðstandandi taki þátt í samtalinu.
Eftir fyrstu heimsókn fara fram þær rannsóknir sem talin er þörf á og eftir þær liggur oftast fyrir greining. Ef um heilabilunarsjúkdóm er að ræða er ráðlögð meðferð, eftirfylgni og boðinn stuðningur.
Boðið er upp á viðtal við félagsráðgjafa til dæmis ef huga þarf að félagslegum úrræðum eða réttindamálum. Ef eftir því er óskað er hægt að fá viðtal hjá sálfræðingi bæði fyrir aðstandendur og sjúklinga sem vilja fá slíkan stuðning og geta haft gang af honum.