
Fjármál
Eðlilegt er að gera ráðstafanir í fjármálum í kjölfar þess að sjúkdómsgreining liggur fyrir. Einstaklingur sem hefur fengið Alzheimer greiningu getur veitt einhverjum sem hann treystir umboð til að fara með sín fjármál. Þetta verður að gera á meðan hæfi sjúklings er ekki dregið í efa. Athugið að umboðið gildir aðeins um gjörning þann sem tiltekinn er í umboðinu.
Ef sá sem greinist er enn á vinnumarkaði þarf að gera ráðstafanir til að aðlagast breyttum aðstæðum. Í einhverjum tilfellum getur verið mögulegt að halda áfram að vinna en ef það er ekki raunin þarf að huga að því að nýta veikindarétt hjá atvinnurekanda, sjúkrasjóði stéttarfélaga, atvinnuleysisbætur og að því loknu sækja um örorkumat.