Greining
Þegar grunur kviknar um heilabilun er fyrsti viðkomustaður ávallt hjá heimilislækni. Þeir sem ekki eru skráðir hjá heimilislækni geta haft samband við sína heilsugæslustöð og pantað næsta lausa tíma hjá lækni. Heilsugæslulæknir gerir viðeigandi athuganir og vísar fólki áfram þyki ástæða til þess. Sé þörf á frekari rannsóknum getur eitt af þrennu komið til greina:
- Endurkomutími á heilsugæslustöð
- Tilvísun á Minnismóttöku LSH á Landakoti
- Tilvísun til sérfræðings á stofu
Margir fresta því að panta tíma vegna ótta við mögulegar niðurstöður en við hvetjum fólk til að leita sem fyrst til læknis ef grunur kviknar um heilabilun. Lesið um fyrstu einkenni og verið óhrædd við að ræða opinskátt við lækninn ykkar um allt sem kann að valda ykkur áhyggjum.
