RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Greining & meðferð

Greining

Þegar grunur kviknar um heilabilun er fyrsti viðkomustaður ávallt hjá heimilislækni. Þeir sem ekki eru skráðir hjá heimilislækni geta haft samband við sína heilsugæslustöð og pantað næsta lausa tíma hjá lækni. Heilsugæslulæknir gerir viðeigandi athuganir og vísar fólki áfram þyki ástæða til þess. Sé þörf á frekari rannsóknum getur eitt af þrennu komið til greina: 

 • Endurkomutími á heilsugæslustöð
 • Tilvísun á Minnismóttöku LSH á Landakoti
 • Tilvísun til sérfræðings á stofu

Margir fresta því að panta tíma vegna ótta við mögulegar niðurstöður en við hvetjum fólk til að leita sem fyrst til læknis ef grunur kviknar um heilabilun. Lesið um fyrstu einkenni og verið óhrædd við að ræða opinskátt við lækninn ykkar um allt sem kann að valda ykkur áhyggjum. 


Hvað er athugað?

 • Upplýsingaöflun
 • Minnispróf
 • Blóðrannsókn
 • Tölvusneiðmynd
 • Taugasálfræðilegt mat
 • Segulómun af heila
 • Heilarit
 • Mænuvökvaskoðun

 

 

Meðferðarúrræði

Meðferð við Alzheimersjúkdómi

Meðferð við Alzheimer og öðrum heilabilunum felur alla jafna í sér lyfjameðferð og sálfélagslega meðferð. 

Lyfjameðferð

Sú lyfjameðferð sem boðið er upp á í dag er ekki til að lækna sjúkdóminn, aðeins seinka þróun hans. Lyfin virka misjafnlega á fólk og meðan þau virðast ekki hafa nein áhrif á suma hægja þau verulega á framvindu sjúkdómsins hjá öðrum. Aukaverkanir eru ekki alvarlegar en flestir finna fyrir óþægindum frá meltingarvegi. 

Önnur meðferð

Margskonar aðferðir hafa verið notaðar en þær sem helst hafa haft áhrif á líðan og einkenni sjúklinga eru endurminningarhópar, músíkþerapía og umhverfisbreytingar til stuðnings minninu. Aðrar aðferðir hafa einnig verið reyndar en eru ekki eins vel staðfestar svo sem listmeðferð og arómameðferð. Allar þessar aðferðir hafa einkum verið reyndar þegar sjúkdómurinn er kominn á nokkuð hátt stig en hafa lítið verið athugaðar á byrjunarstigi. Í náttúrulækninga-búðum má fá ýmis efni sem sögð eru hafa góð áhrif á minnið. Lítið er um vísindalegar rannsóknir á þessum efnum og í þeim fáu sem hafa farið fram hefur ekki verið sýnt fram á marktækan árangur. Margar frásagnir eru hins vegar til um einstaklinga sem upplifa mikinn mun.

HEILRÆÐI #6

Góð kímni bætir heilsuna

Hafðu í huga að húmorinn bætir heilsuna.

Hlátur og gleði draga úr framleiðslu streituhormóna í líkamanum.

Kímnin er eitt sterkasta vopn okkar til að takast á við hindranir í daglegu lífi. 

Fyrirbyggjandi atriði

Texti væntanlegur

VEFTRÉ
W:
H: