Netverslun Alzheimersamtakanna er opin allan sólarhringinn. Þegar verslað er í netverslun rennur allur ágóði af sölu óskiptur til Alzheimersamtakanna. Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist. Undantekning frá þessu eru minningarkort, þau eru send af stað við pöntun. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.
Verð á vörum:
Sendingarmöguleikar:
Skilafrestur og endurgreiðsla
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Greiðslumöguleikar
Í netverslun er boðið upp á tvenns konar greiðslumöguleika; greiðslukort eða millifærslu.
Við pöntun minningarkorta er boðið upp á þrjár greiðsluleiðir; greiðslukort, millifærslu eða kröfu í heimabanka.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.