Reykjavíkurmaraþon

Alzheimersamtökin eru rekin af styrkjum úr ýmsum áttum og er Reykjavíkurmaraþonið ein stærsta einstaka tekjulind samtakanna. Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin í gegnum áheit á hlaupara sem ákveðið hafa að hlaupa fyrir samtökin, fyrir það erum við afar þakklát.

Við hvetjum ykkur sem ákveðið að hlaupa fyrir Alzheimersamtökin að skrá ykkur á hlaupastyrkur.is, setja mynd af ykkur og smá texta um hvers vegna þið hlaupið fyrir samtökin því það hjálpar okkur að vekja athygli á málstaðnum.

Við hvetjum einnig hlaupahópa til að hlaupa til styrktar samtökunum. Ef þinn hópur vill fræðast meira um heilabilun þá bjóðum við upp  á fræðslu ykkur að kostnaðarlausu, hafið samband við okkur á alzheimer@alzheimer.is.

Opnum umræðuna um heilabilun í okkar nærumhverfi og verum virkir þátttakendur í að minnka félagslega einangrun fólks með heilabilun og auka þannig lífsgæði þeirra. Þau sem hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Alzheimersamtökin hlaupa í leiðinni fyrir alla okkar skjólstæðinga.

Öllum hlaupurum sem hlaupa fyrir samtökin verður boðið í upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Þar stefnum við á að bjóða upp á léttar veitingar og fyrirlestur frá reyndum hlaupara auk þess að afhenda boli frá samtökunum og annan glaðning.

Munum leiðina.... takk fyrir stuðninginn og gangi ykkur vel!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?