Vilt þú vera Alzheimertengill Alzheimersamtakanna?

27. september 2023

Alzheimertenglar eru sjálfboðaliðar sem starfa hver í sínu nærsamfélagi. Bæði á eigin vegum og í samstarfi við Alzheimersamtökin. Tenglunum er ætlað að vinna að hagsmunamálum fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra á sínu svæði og koma á tengslum milli fólks með heilabilunarsjúkdóma og/eða aðstandenda sem til þeirra leita ásamt því að styðja, upplýsa og fræða um sjúkdómana og áhrif þeirra á daglegt líf.

Ef þú vilt nánari upplýsingar sendu þá póst á fræðslustjóra Alzheimersamtakanna, Sigurbjörgu Hannesdóttur, sibba@alzheimer.is.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?