Tengsl skalla bolta og heilabilunar

2. nóvember 2023

Rannsóknir sýna að skalla bolta í fótbolta auki líkur á að fá meðal annars heilabilunarsjúkdóm. Kristian Steen Frederiksen yfirlæknir hjá Nationalt Videnscenter for Demens fjallaði um nýjar rannsóknir sem staðfesta þetta.

Árið 2019 var birt skosk rannsókn sem sýndi að fyrrverandi atvinnuknattspyrnumenn höfðu þrisvar til fimm sinnum auknari líkur á taugahrörnunarsjúkdóm eins og Heilabilun, ALS og Parkinson.

Árið 2023 birtu vísindamenn við Karolínska stofnunina í Stokkhólmi rannsókn sem kannaði hættuna á heilabilun og öðrum taugahrörnarsjúkdómum hjá um 6.000 knattspyrnumönnum sem voru virkir í landsliðinu á árunum 1924 til 2019. Rannsóknin sýndi að knattspyrnumennirnir voru með 62% auknari líkur að fá heilabilun.

Kristian Steen yfirlæknir segir að enn sé ekki hægt að álykta neitt um áhættuna og það þurfi frekari rannsóknir á tengslum höfuðáverka og heilabilunar. Alzheimersamtökin hvetja íþróttahreyfingar landsins að hafa frumkvæði á rannsóknum um efnið hér á landi og sérstaklega fótboltastarfið hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?