Styrkur frá golfhópnum 2-undir

20. nóvember 2023

Kristinn G. Bjarnason meðlimur í golfhópi sem kallar sig 2-undir heimsótti okkur á dögunum og færði Alzheimersamtökunum 250.000 kr. sem söfnuðust í „fugla-sjóð“ sem hópurinn safnar í yfir tímabilið. Liðið sem sigrar keppni sumarsins velur samtök/málefni til að styrkja um þá upphæð sem safnast yfir sumarið. Liðið hans Kristins sigraði í ár og voru Alzheimersamtökin fyrir valinu.

Við erum þeim mjög þakklát og vonum að það verði sem flestir fuglar á næsta tímabili :)

Á myndinni eru Kristinn frá 2-undir og Guðlaugur framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?