Setjum okkur í spor fólks með heilabilunarsjúkdóma

2. apríl 2024

Alzheimersamtökin í Englandi fengu nokkra fótboltamenn í landsliði Englands til að upplifa líkamlegar áskoranir sem fólk með heilabilunarsjúkdóma upplifir dags daglega. Fólk með heilabilun getur átt erfitt með einföld verkefni daglegs lífs vegna einkenna heilabilunarsjúkdóms og aldurstengdar líkamlegrar hrörnunar.

Mikilvægt er að við skiljum hver einkenni heilabilunar eru og að fólk leiti sér aðstoðar og greiningar þegar einkenni fyrst koma fram.

Skoðaðu síðu okkar https://www.alzheimer.is/greiningarferlid til að fá nánari upplýsingar um greiningarferlið.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?