Opinn fundur um FINGER

5. maí 2023

Professor Miia Kivipelto sem skipulagði og stjórnaði rannsókninni FINGER mun kynna helstu niðurstöður hennar í fundarsal Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu 8 í Reykjavík, þriðjudaginn 16. maí kl. 15.

Miia hefur lengi unnið að rannsóknum í faraldsfræðum og forvörnum gegn heilabilun. Hennar þekktasta framlag er skipulag og stjórnun á FINGER sem hófst í Finnlandi fyrir meira en áratug. Verkefnið fólst í skipulegri samsetningu á nokkrum forvarnaraðgerðum gegn heilabilun. Eins og venja er í vísindalegum rannsóknum var árangur borinn saman við svipaðan hóp sem ekki tók virkan þátt.

Verkefnið stóð í tvö ár og vakti árangurinn töluverða athygli og hefur orðið að fyrirmynd margra verkefna víða um lönd. Upphaflegum þátttakendum hefur nú verið fylgt eftir í 10 ár og mun Miia kynna þær niðurstöður á fundinum og setja í stærra samhengi.

Miia er geislandi fyrirlesari sem auðvelt á með að ná til áheyrenda.

Fundurinn er haldinn á vegum Alzheimersamtakanna og Heilbrigðisráðuneytisins.

Öll velkomin!