Kór í Noregi

16. janúar 2023

Magnaðir heimildarþættir sem við hvetjum RÚV - Fréttir til að setja á dagskrá sína við fyrsta tækifæri.

Í Noregi er starfandi kór fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma sem norska sjónvarpstöðin NRK hefur gert heimildarþætti um. Í þáttunum er fjallað meðal annars um upplifun fólks með heilabilunarsjúkdóma og hver eru áhrif tónlistar á heilann.

Hér er hægt að sjá grein um kórinn: Demenskoret

Hér er hægt að sjá myndbrot úr þáttum: sjá hér.

>Hér er hægt að sjá myndbrot frá tónleikum kórsins: Tónleikar