Dagskrá júní mánaðar

1. júní 2023

Júní mánuður er hafinn, bjartir dagar og nætur framundan þar sem sólin er hæst á lofti. Nú verður gert hlé á fræðsluerindum, en við minnum á heimasíðuna okkar www.alzheimer.is þar sem eldri fræðslu-erindi og ýmsa fróðleikspunkta er að finna.

Stuðningshópar í umsjón Brynhildar Jónsdóttur sálfræðings (haldnir í húsnæði Alzheimersamtakanna á St. Jó. Suðurgötu 41 í Hafnarfirði) verða fjórir í júní mánuði. Sjá má tíma og dagsetningu hvers og eins auglýstan í dagskrá og undir viðburðum á heimasíðunni okkar. Við hvetjum fólk eindregið til að mæta í þessa hópa eins og hentar. Oft getur verið gott að fá speglun á eigin líðan, miðla og hlusta á reynslu annarra. Engin þörf er á skráningu í þessa hópa, bara mæta.

Áheitahlaup Íslandsbanka og þeir styrkir sem hlauparar hafa stofnað til fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni undanfarin ár, eru okkur gríðarlega mikilvæg og við innilega þakklát fyrir þessi framlög. Nú styttist í maraþon þessa árs (19. ágúst) og því tímabært að hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst, setja inn mynd af sér, hlaupa í nafni samtakanna og/eða heita á Alzheimersamtökin. Margt smátt gerir eitt stórt.

 

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?