Alzheimersamtökin verða á Höfn í Hornafirði 2.-3. október
26. september 2024
Við verðum með fræðslufund í Ekrunni 2.október kl. 17:00-18:00. Markmið Alzheimersamtakanna er að miðla upplýsingum til fólks með heilabilun, aðstandenda, fagaðila og annarra sem láta sig málefnið varða. Á fundinum verður rætt um heilabilun og þá þjónustu sem er í boði á vegum samtakanna.
Öll velkomin og aðgangur ókeypis.
Einnig verðum við með ráðgjöf fimmtudaginn 3. október kl. 08:00-12:00 í fundarherbergi Heilsugæslunnar á Höfn.
Sigurbjörg býður uppá ráðgjafa – og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga og/eða hjón/pör. Ekki skiptir máli hvar í ferlinu einstaklingur eða fjölskylda er stödd þegar pantað er viðtal og ekkert gjald er tekið fyrir ráðgjöfina. Bókið ráðgjöf með að senda póst á sibba@alzheimer.is.