Ljónin fagna Herrakvöld Njarðar

24. mars 2023

Herrakvöld Njarðar verður haldið hátíðlegt þann 24. mars og eru allir herramenn, Lionsmenn sem og aðrir velkomnir á þetta glæsilega herrakvöld.

Ekki missa af þessu frábæra kvöldi. Miðapantanir eru hjá: lkl.njordur@gmail.com eða í síma 863 4247 / 820 9910. Miðaverð er 19.900,- kr.

Húsið opnar kl. 18:30, borðhald hefst 19:30, spariklæðnaður. Gestir kvöldsins munu njóta þriggja rétta bragðlaukaveislu Úlfars Finnbjörnssonar.

Um veislustjórn sér Bragi Valdimar Skúlason. Heiðursgestur kvöldsins er Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri vegna komu flóttafólks. Ari Eldjárn skemmtir með uppistandi og Guðrún Árný syngur og leikur á píanó. Listaverkauppboð verður til styrktar Grensásdeild Landspítala og happdrætti verður til styrktarAlzheimer- og Parkinsonssamtökunum, eftirsóknarverðir vinningar í boði.