Heiðursmenn 2 undir styrkja Alzheimersamtökin

3. nóvember 2025

Kristinn G. Bjarnason og Sigurður Jónsson færðu framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna Guðlaugi Eyjólfssyni styrk uppá 310.000 kr. fyrir hönd golfhóps sem kallar sig Heiðursmenn 2 undir. Hópurinn spilar saman í fjórum liðum yfir sumarið og leggja í pott í hvert skipti sem einhver fær fugl eða örn. 

Liðið sem sigraði í ár ber nafnið Kafteinn Hogan og hafa þeir valið að styrkja Alzheimersamtökin, en þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm árum sem Kafteinn Hogan sigrar og styrkir Alzheimersamtökin. Við þökkum þeim kærlega veittan stuðning og vonumst eftir mörgum fuglum og örnum næsta golfsumar 💜

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?