Gleðidagur á Höfn í Hornafirði
14. nóvember 2022
Fjólublár bekkur með áletruninni “Munum leiðina” þar sem hægt er að finna upplýsingar um Alzheimersamtökin á QR kóða. Bekkurinn er staðsettur á fjölförnum göngu- og hjólastíg, þaðan er einnig frábært útsýni yfir fallegu jöklana í nágrenninu.
Unnið í góðri samvinnu við Þorbjörgu Helgadóttir alzheimertengil, félagsliði og aðstoðamann iðjuþjálfa í Skjólgarði ásamt Örna Harðardóttur tengil aðstandenda. Strákarnir í Áhaldahúsinu sprautuðu bekkinn og Fab Lab útbjuggu skabelón fyrir límmiða á bekknum ásamt QR-kóða. Góð samvinna sem án efa margir eiga eftir að njóta góðs af.
Til hamingju Höfn í Hornafirði fyrir að opna umræðuna um heilabilun!