Fræðsla fyrir eldri borgara

22. september 2022

Alzheimersamtökin verða með fræðslu í félagsmiðstöð eldri borgara Hraunbæ 105, Reykjavík, fimmtudaginn 22.september kl. 13:00-14:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Á Íslandi er áætlað að um 5000 manns séu með heilabilunarsjúkdóm. Fjallað verður um heilabilunarsjúkdóma og helstu einkenni. Einnig hvernig breytingar geta orðið á samskiptum við fólk með heilabilun.

Farið verður sérstaklega yfir:

  • Hver eru einkennin?
  • Hvert á að leita sér hjálpar?
  • Hvað er hægt að gera eftir greiningu til að bæta líðan og lífsgæði fólks með heilabilunarsjúkdóm.
  • Upplýsingar um stuðning fyrir aðstandendur