Ellý peysan

18. september 2023

Handverkskúnst stendur fyrir samprjóni á Ellý-peysunni. Samprjónið hefst formlega 1.október og fer fram í FB hópnum: Ellý peysan. Allur ágóði af sölu uppskriftarinnar rennur óskiptur til Alzheimersamtakanna á Íslandi og þökkum við þeim kærlega fyrir. "Eftir að uppskriftin af peysunni Ellý kom út hef ég oft fengið spurninguna: Af hverju heitir hún Ellý? Af hverju Alzheimersamtökin?" - þeim spurningum er svarað í nýrri bloggfærslu, sem inniheldur líka allar upplýsingar um samprjónið https://handverkskunst.is/peysan-elly/

Tökum þátt í samprjóninu og verum skapandi, það örvar einnig heilann og veitir ánægju.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?