Dagskrá október 2024

1. október 2024

Nú er september á enda, mánuðurinn sem nýttur er markvisst til kynningar á málefnum fólks með heilabilun. Þessi mánuður er notaður á þann hátt því Alþjólegi Alzheimerdagurinn er 21. september og fer vel að nýta þann dag og dagana í kring til þess að fræða og efla vitund fólks. Að sljálfsögðu erum við í því að fræða og vera til staðar, kynna okkur nýjungar og tala máli fólks með heilabilun allt árið um kring, en september mánuður er alveg sérstakur.

Við hjá Alzheimersamtökunum viljum koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem komu að ráðstefnunni okkar “Taktu málin í þínar hendur” sem haldin var á Hótel Grand Reykjavík þann 21. september síðastliðinn og þótti sérlega vel heppnuð 💜💜💜

Magnús Karl Magnússon veitti styrki úr nýstofnuðum Minningarsjóði Ellýjar Katrínar og fjöldi fyrirlesara héldu áhugaverð erindi. Vel var mætt á staðinn og þátttaka í sal frábær þegar kallað var eftir því, að sama skapi fylgdist fjöldi fólks með ráðstefnunni í beinu streymi. Bendum við þeim sem misstu af og þeim sem vilja njóta aftur, að hér á heimasíðu Alzheimersamtakanna er hægt að horfa á upptöku frá ráðstefnunni.

Góðar stundir.

Október mánuður er framundan og eitt og annað á döfinni hjá Alzheimersamtökunum í þeim mánuði. Viðburðir eru auglýstir sérstaklega á heimasíðunni okkar, en meðal annars má nefna eftirfarandi:

  • Alzheimerkaffi verða haldin þann 3. október á Akureyri og í Reykjavík. Þann 23. október mun svo verða haldið Alzheimerkaffi á Akranesi og degi síðar, þann 24. október verður haldið Alzheimerkaffi í Borgarnesi.
  • Fyrsti rafræni stuðningshópurinn fyrir aðstandendur fólks með heilabilun, á vegum Alzheimersamtakanna verður haldinn þann 14. október kl. 12:00-13:00. Umsjón verður í höndum Önnu Siggu Jökuls Ragnheiðardóttur sálfræðings Alzheimersamtakanna. Ákall hefur verið um stuðningshópa af þessu tagi frá aðstandendum á landsbyggðinni og frá þeim sem ekki eiga heimangengt og vonumst við til að mæta þeirri þörf með þessum hætti. Frekari upplýsingar og skráningarhlekk til að komast inn í stuðningshópinn, er að finna undir viðburðum á heimasíðunni.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast almennt með fréttum og viðburðum á heimasíðu okkar þar sem allar helstu upplýsingar koma fram og einnig breytingar, ef svo ber undir.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?