Alzheimerkaffi í Borgarnesi
10. nóvember 2025
Nýverið var haldið Alzheimerkaffi í Borgarnesi, nánar tiltekið í hátíðarsal Brákarhlíðar.
Guðríður Ringsted (Dúdda), geðhjúkrunarfræðingur, hélt fræðslu um almenna heilsu, geðheilsu og þjónustu við aldraða, með sérstakri áherslu á einstaklinga með heilabilun.
Það mættu um 40 manns og eftir fræðsluna nutu gestir góðrar tónlistar, veitinga og samverunnar.
Takk fyrir erindið Guðríður og þakkir til ykkar sem mættu.
Næsta Alzheimerkaffi í Borgarnesi verður haldið eftir áramót. Sigríður, Birna og Anna, Alzheimertenglar í Borgarnesi sáum um skipulagið á kaffinu.