Tónlist í umönnunarstörfum
14. nóvember 2023
Mímir-símenntunar fræðslufyrirtækið sem starfar á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar býður upp á námskeiðið: Tónlist í umönnunarstörfum
Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir í Listaháskóla Íslands námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum. Magnea heldur námskeið og erindi fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila um það hvernig hægt er að nota tónlist í umönnun fólks.
Umsögn nemanda
„Gagnlegast er hvað það er mikilvægt að starfsfólk sé meðvitað um hlutverk sitt þegar kemur að tónlistarvali fyrir hvern og einn skjólstæðing og að það sé ekki ein tónlistarstefna gangi yfir alla. Hver einstaklingur er með sinn smekk á tónlist hvort það sé rokk, djass eða klassísk tónlist. Ég mun svo sannarlega mæla með þessu námskeiði fyrir aðra. Magnea er með mikla þekkingu á efninu og miðlaði því á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“
Umsögn nemanda
„Það sannarlega opnaði augu mín fyrir nýjum hugmyndum um hvernig mögulega maður geti nálgast fólk með heilabilun með því að nota tónlist. Tónlist virðist vera með því síðasta sem hverfur úr minni fólks og yfirleitt virðist tónlist vekja gleði í hugum fólks og láta því líða vel. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði og vil gjarnan taka svo djúpt í árinni með að segja að allt starfsfólk sem vinnur með bæði öldruðum og heilabiluðum ætti að sækja þetta námskeið.“