RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Höfðinglegur styrkur

17/08/2022

Í gær mættu nýgift hjónakorn til okkar færandi hendi, þau Kristín J. Hjartardóttir og Egill Eðvarðsson

Þegar blásið var til brúðkaupsveislu um síðustu helgi óskuðu þau eftir að gestir þeirra styrktu Alzheimersamtökin í stað þess að gefa þeim gjafir.

Og vinir þeirra eru heldur betur örlátir því alls safnaðist 1 milljón króna.

Kristínu og Agli og gestum þeirra, færum við hugheilar þakkir fyrir þetta höfðinglega framlag.

Á myndinni eru frá vinstri Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, Kristín J. Hjartardóttir og Egill Eðvarðsson, hin nýgiftu brúðhjón.

Myndir frá upphitun

16/08/2022

Upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldin í dag þar sem hlauparar gátu sótt sér hlaupabol og glaðning. Einnig miðlaði Pétur Magnússon af reynslu sinni varðandi hlaup, hreyfingu og vera í klappliðinu.

Tæplega 70 hlauparar eru að styrkja Alzheimersamtökin og hægt er að heita á hlauparana á www.hlaupastyrkur.is.

Verum með og munum leiðina …

  

Viltu vera með í klappliðinu

16/08/2022

Munum leiðina....
Loksins er komið að því að við skellum okkur aftur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og tilhlökkunin er mikil. Okkur vantar fólk í klappliðið á hvatningarstöðinni okkar. Hvatningarstöðin er á Sæbrautinni móts við Grandaveg. Við stefnum á að byrja kl.9 til að hvetja alla hlauparana okkar með klappi og gleði. Mætið með lúðra, hristur, klapptæki og hvað sem gerir læti og vekur gleði. Allir velkomnir og því fleirri því betri.

Mætið með læti og verið með okkur á þessum skemmtilega degi. 

Minning

04/08/2022

Í dag er til moldar borinn Magnús Sædal Svavarsson sem var einstakur vinur Alzheimersamtakanna. Sá vinskapur kom til þegar Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar hafði tekið þá risastóru ákvörðun að endurbyggja og innrétta 3ju hæð St. Jósepsspítala.

 

Magnús var byggingastjóri verkefnisins og fundum við strax að þarna fór ákveðinn maður með mikið verkvit sem stýrði verkinu af einstakri natni. Með honum við verkið voru tugir félaga hans í reglunni sem gerðu allt sem Magnús bað.

 

Við fundum líka að þarna fór maður með stórt hjarta sem strax tók málstað okkar að sér og bar hag okkar fyrir brjósti alla daga.

Undir lok framkvæmda veiktist Magnús en áfram hélt hann að mæta og fylgjast, þiggja kaffi og gott spjall.

 

Stjórn og starfsfólk Alzheimersamtakanna votta fjölskyldu og vinum okkar dýpstu samúð, þökkum við fyrir einstök kynni og ómetanlegt framtak.

20
ágú

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022

20/08/2022
kl. 08:30

Staðsetning

Lækjargata

Tími

Kl. 08:30

Stutt lýsing

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hafin. Það eru fimm vegalengdir í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar upplýsingar um hlaupið er að finna hér.

Vilt þú hlaupa til styrktar Alzheimersamtakanna? Ef svo er þá hvetjum við þig til að muna leiðina og styrkja um leið Alzheimersamtökin eins og svo margir hafa gert í gegnum tíðina.

Þetta er einfalt!

1. Smellir á hnappinn "Skráðu þig hér"

2. Velur vegalengd og setur í körfu

3. Skráir inn upplýsingar um þig

4. Velur gott málefni til að styrkja

5. Klárar skráningu og staðfestir

6. Manst leiðina og byrjar að undirbúa þig

Takk fyrir ómetanlegan stuðning, við munum að sjálfsögðu hvetja ykkur áfram

20
ágú

Klappliðið á hvatningarstöðinni

20/08/2022
kl. 0900

Staðsetning

Við Sæbraut móts við Grandaveg

Tími

Kl. 0900

Stutt lýsing

Munum leiðina....
Loksins er komið að því að við skellum okkur aftur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og tilhlökkunin er mikil. Okkur vantar fólk í klappliðið á hvatningarstöðinni okkar. Hvatningarstöðin er á Sæbrautinni móts við Grandaveg. Við stefnum á að byrja kl.9 til að hvetja alla hlauparana okkar með klappi og gleði. Mætið með lúðra, hristur, klapptæki og hvað sem gerir læti og vekur gleði. Allir velkomnir og því fleiri því betri.

Mætið með læti og verið með okkur á þessum skemmtilega degi. 

07
sep

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun

07/09/2022
kl. 13:30-14:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St.Jó, 3.hæð, Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Tími

Kl. 13:30-14:30

Stutt lýsing

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

14
sep

Stuðningshópur fyrir fólk sem á maka með heilabilun á hjúkrunarheimili

14/09/2022
kl. 13:30-14:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St.Jó, 3.hæð, Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Tími

Kl. 13:30-14:30

Stutt lýsing

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

VEFTRÉ
W:
H: