Viðtal við Vilborgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna á mbl.is um að ekki sé gert ráð fyrir rekstri Seiglunnar, nýrri þjónustumiðstöð fyrir fólk með heilabilun, í fjármálaáætlun ríkistjórnarinnar sem gidlir til 2025.
„Í aðgerðaáætlun heilbrigðisyfirvalda í málefnum fólks með heilabilun stendur meðal annars að koma skuli upp þjónustumiðstöð fyrir nýgreinda. Með dyggri hjálp frá Oddfellowreglunni á Íslandi höfum við hjá Alzheimersamtökunum komið húsnæði á koppinn. Starfssemin er komin í gang, við erum búin að ráða fólk og hingað er farið að koma fólk í þjónustu. Á sama tíma erum við ekki með tryggar rekstrartekjur,“ segir Vilborg og framtíðin er óljós að óbreyttu.
Sjá viðtal á mbl.is hér.
Næsti fræðslufundur Alzheimersamtakanna verður haldinn þriðjudaginn 10.maí kl. 16:30 í nýjum húsakynnum samtakanna. Hvetjum sem flesta til að mæta á staðinn og fræðast um starfsemina sem fer fram í sérhæfðum dagþjálfunum. Verðum einnig með beint streymi og upptökur aðgengilegar á www.alzheimer.is og á viðburði á Facebook.
Vertu með, þín þátttaka skiptir miklu máli
Við vekjum athygli á árlegri ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs HA : Sjónaukinn 2022, Áskoranir framtíðarinnar: Velferðarþjónusta í nærumhverfi.
Skráningin á Sjónaukann fer fram á heimasíðu HA þar sem finna má allar nánari upplýsingar.
Upphafsfundirnir verða með áherslu á öldrun og þjónustu við fólk með heilabilun með eftirfarandi fyrirlesurum:
Dr. Frida Andréasson, félagsfræðingur og nýdoktor, Linköping University, Svíþjóð.
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi og MA í öldrunarfræðum, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.
Dr. Jón Snædal, sérfræðingur í almennum lyflækningum og prófessor í öldrunarlækningum.
Dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ.
Dr. Anne Marie Mork Rokstad, prófessor við Háskólann í Molde og nýdoktor við sjúkrahúsið í Vestfold, Noregi.
Ekkert kostar að skrá sig á ráðstefnuna og er hún opin öllum, jafnt fagfólki sem notendum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar, á staðnum og í streymi.
Hægt er að skoða viðburð á Facebook hér.
Stuðningshópur ætlaður fólki með heilabilunarsjúkdóm á fyrstu stigum.
Skráning nauðsynleg.
Til að bóka sig sendið tölvupóst til brynhildur@alzheimer.is
Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
Hópurinn byggist á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslu.
Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.
Engin skráning, bara mæta!
Stuðningshópar fyrir fólk sem á maka með heilabilun á hjúkrunarheimili. Hópurinn byggjst á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslu.
Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.
Engin skráning og bara mæta.