RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna

16/09/2021

Í lok árs er áætlað að Þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna muni opna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Þjónustumiðstöðin er ætluð fyrir einstaklinga með væg einkenni heilabilunar og aðstandendur þeirra og er hugsuð sem fyrsta úrræðið eftir greiningu áður en til sérhæfðar dagþjálfunar kemur. Starfseminni er ætlað að koma til móts við þarfir þessa hóps með einstaklingsbundnum áherslum og að viðhalda líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum ásamt því að stuðla að sjálfstæði og aukinni virkni.

 

Hafnarfjarðarbær og Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa gera okkur kleift að geta boðið upp á þjónustuna í þessu fallega húsi og erum við afar þakklát fyrir þeirra ómetanlega stuðning. Aðstaða okkar er um 340m2 og munu samtökin flytja sínar skrifstofu, fræðslu og stuðningshópa einnig í húsnæðið.

 

Þjónustumiðstöðin mun starfa eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar. Við munum leggja áherslu á að vinna með styrkleika einstaklingsins, skapa aðstæður til að hann geti stundað sína iðju og styrkt sín félagslegu tengsl.

 

Í Þjónustumiðstöðinni munu starfa iðjuþjálfi, sálfræðingur og aðstoðarmenn ásamt sjálfboðaliðum. Einnig höfum við hug á að fá til liðs við okkur félagsráðgjafa, talmeinafræðing, sjúkraþjálfara og fleiri fagstéttir svo að þjónustuframboð okkar verður fjölbreytt.

 

Sem dæmi um þá dagskrá sem verður í boði má nefna:

  • Göngutúrar þar sem við endum gönguna í Hjarta St. Jó, borðum nesti, spjöllum og eflum tengslin okkar á milli
  • Listasmiðja þar sem verður hægt að koma með sín eigin verkefni til að vinna að en einnig munum við bjóða upp á alls kyns áhugaverð verkefni
  • Sund og líkamsrækt
  • Sporthópur þar sem hægt verður að spila m.a. borðtennis, pílukast, pútta, tefla o.fl
  • Fullt af söng, dans og gleði 
  • Safna- og kaffihúsaferðir
  • Strákakaffi, þar sem karlmenn ræða málin saman í næði
  • Stelpukaffi, þar sem konur ræða málin saman í næði
  • Alls kyns námskeið eru fyrirhuguð

Hægt verður að koma og setjast í kósýhornið okkar og sinna handavinnu, skoða blöðin og bækur, spreyta sig í allskyns hugarleikfimi eða bara koma til að fá sér kaffisopa og hitta annað fólk

Stundaskrá og þjónustuframboð okkar mun taka breytingum eftir því hvar áhugasvið okkar þjónustuþega liggur.

Ný lyf í þróun

14/09/2021

„Ég fagna því þegar lyfja­fyr­ir­tæki leggja sig fram við að finna lyf gegn alzheimer, sjúk­dómi sem eng­in ný lyf hafa komið við í meira en tutt­ugu ár,“ seg­ir Vil­borg Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Alzheimer­sam­tak­anna. Morg­un­blaðið birti sl. föstu­dag viðtal við dr. Lars Lann­felt. Hann greindi frá nýju lyfi sem nú er í þriðja fasa próf­ana og er ætlað að hamla fram­göngu alzheimers-sjúk­dóms­ins.

Vil­borg seg­ir að sér sýn­ist þetta nýja lyf geta verið áþekkt öðru lyfi sem greint var frá fyrr í sum­ar. „Þetta eru hvort tveggja líf­tækni­lyf. Þau eru mjög dýr og við höf­um ekki séð ís­lensk heil­brigðis­yf­ir­völd vera mjög vilj­ug til að greiða niður ný og dýr lyf. Svo þarf að gefa þetta í æð. En ég fagna því mjög að fá þess­ar já­kvæðu frétt­ir en ég vil ekki vekja falsk­ar von­ir hjá fólki sem nú er að veikj­ast. Þetta er enn í þróun og virðist virka best áður en sjúk­dóm­ur­inn þró­ast að ráði.“

Hún seg­ir að skili lyfja­rann­sókn­ir full­nægj­andi niður­stöðu og nýja lyfið kom­ist í gegn­um síu Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu þurfi ís­lensk yf­ir­völd að samþykkja greiðsluþátt­töku áður en ís­lensk­ir sjúk­ling­ar geta fengið lyfið. Alzheimer­sam­tök­in standa fyr­ir málþingi á alþjóðlega alzheimer­deg­in­um 21. sept­em­ber kl. 17-19 í þingsal Hót­el Natura.

Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, formaður sam­tak­anna, stýr­ir fund­in­um. Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, held­ur er­indi um hvað veld­ur sjúk­dómn­um. Dr. Jón Snæ­dal öldrun­ar­lækn­ir mun fjalla um hvort erfðaupp­lýs­ing­ar nýt­ist við grein­ingu á alzheimer. Ásta Dýra­dótt­ir, safna­fræðing­ur og aðstand­andi, fjall­ar um list­ir, samúð og víxl­verk­un. Svavar Knút­ur Krist­ins­son flyt­ur tónlist. Aðgang­ur er ókeyp­is og skrán­ing óþörf, sjá viðburð á Facebook hér.

Hægt er að lesa grein á mbl.is hér.

Hólmfríður hleypur fyrir Alzheimersamtökin - TAKK!

13/09/2021

Hólmfríður Indriðadóttir er ein af fjölmörgu hlaupurum sem "Hlaupa sína leið" í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hlauparar hafa nú þegar safnað 745.000,- og við þökkum öllum þeim sem styrkt hafa málstaðinn. Hólmfríður ætlar að láta gott að sér leiða og hlaupa 15 km en þá vegalengd hefur hún aldrei hlaupið áður. Hún þekkir marga með þennan sjúkdóm og sér hvaða afleiðingar sjúkdómurinn hefur á fjölskyldur. Gangi þér vel Hólmfríður og takk fyrir stuðninginn.

Hægt er að styðja Hólmfríði hér.

Alzheimerkaffi byrjar aftur

13/09/2021

Kærar þakkir fyrir samveruna í gær í Hæðargarði. Alzheimerkaffi er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og til að opna umræðuna um heilabilun. Kaffið er mánaðarlega og auglýst á viðburðadagstali okkar á www.alzheimer.is Njótum samverunnar og stundarinnar

 

   

20
sep

Reykjavíkurmaraþon 2021 - Hlauptu þína leið

20/09/2021
kl. Frá 21 ágúst til 20. september

Staðsetning

Um allt land

Tími

Kl. Frá 21 ágúst til 20. september

Stutt lýsing

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2021 fer fram með breyttu sniði. Við hvetjum hlaupara til að hlaupa sína leið frá 21. ágúst – 20. september og halda áfram að safna áheitum.

 

Hægt er að hlaupa til góðs fyrir Alzheimersamtökin www.hlaupastyrkur.is.


Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Alzheimersamtakanna og nú er áherslan lögð á þjónustumiðstöð í Hafnarfirði sem opnar síðar á árinu.


Vertu með og hlauptu fyrir Alzheimersamtökin – þín þátttaka skiptir okkur miklu máli Hlaupahópur Alzheimersamtakanna er hópur á facebook og við hvetjum alla hlaupara til að bætast í hópinn.

 

Viltu hlaupa til góðs fyrir Alzheimersamtökin?
Þú getur skráð þig hér Hlaupastyrkur.is 

Þú getur skráð þig í áheitasöfnunina þó að hlaupinu hafi verið aflýst.

Þeir sem hafa verið að safna áheitum eru hvattir til að halda áfram að gera það.

21
sep

Málþing á alþjóðlegum Alzheimerdegi: Af hverju ég? Erfðir - Greining - Rannsóknir

21/09/2021
kl. 17:00 - 19:00

Staðsetning

Hótel Natura - Þingsalur

Tími

Kl. 17:00 - 19:00

Stutt lýsing

Fjallað verður um heilabilun frá mörgum sjónarhornum og af hverju fólk fær heilabilun. 

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er 21. september ár hvert.

Alzheimersamtökin bjóða af því tilefni upp á málþing.

Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

05
okt

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

05/10/2021
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en eiga það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn. 
 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslu. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

07
okt

Alzheimerkaffi í Reykjavík

07/10/2021
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Gestur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður Alzheimersamtakanna.

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik

VEFTRÉ
W:
H: