RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Kærar og hlýjar kveðjur frá okkur pabba

26/11/2020

Kærar og hlýjar kveðjur frá okkur pabba - Dagur í lífi Katrínar og Árna.

 

Sumir eignast lifandi kisur, aðrir "róbot" kisur sem gerðar eru sem eðlilegastar til að líkjast eftir lifandi kisum. "Róbot" kisurnar eða umhyggju kisurnar hafa sérstaklega verið hannaðir fyrir fólk með heilabilun/Alzheimer og þá skiptir ekki öllu máli hvort kisan er alvöru eður ei. Þeir einstaklingar sem gera greinarmun taka kisu eins vel í sátt og gleðjast jafnt og hinir.

Kisan er eins og nafnið segir til "Joy for all" Hún veitir m.a. öryggi, örvun og gleði og er það sem máli skiptir. Hún mjálmar þegar henni er klappað, malar mikið, hreyfir augun og höfuð, sleikir loppuna, hallar sér aftur og heilsar manni eins og pabbi minn nefndi í dag þegar hann fékk kisuna í fangið. Pabbi minn er með Alzheimer og býr á dvalarheimili síðan í janúar á þessu ári. Pabbi gerir alveg greinarmun á því sem alvöru er og ekki en myndaði strax falleg tengsl við kisu og sagði svo " Hún er bara eins og eðlileg kisa" Já kisan veitir sömuleiðis félagsskap - tilgang og eitthvað til að hugsa um Á þessum skrítnu tímum þar sem aldraðir ástvinir hafa þurft að vera mikið frá sínum vegna Covid og heimsóknarbanns í kjölfarið er gott að hafa eitthvað sem veitir manni félagsskap - gleður og styttir manni stundir hvort sem það eru aldraðir sem búi heima eða á dvalarheimilum.

Það að gleðja gefur mikið og færði ég pabba og deildinni hans eina svona kisu í dag með von um að hún veiti gleði, brosi og hlýju hjá öllum þeim sem kisunni þar kynnast. Vildi deila með ykkur ef þið eigið aðstandanda eða þekkið til sem þið mynduð vilja gleðja með svona "therapy" kisu. Hún er jú fyrir alla. Kisa komin hingað til lands með sendingarkostnaði var 21.720,-. Hægt er að kaupa "Joy for all" kisurnar á www.amazon.com og www.ebay.com.

 

Hér er myndband frá USA um fólkið þar og kisurnar: myndband.

Kærar þakkir flottu feðgin með að deila ykkar frásögn og myndum með okkur hinum.

Afleiðingar COVID-19 fyrir heimabúandi einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra

25/11/2020

Við tökum undir orð Hulda Sveinsdóttur, heilabilunarráðgjafa á Öldrunarheimili Akureyrar og Friðnýjar B. Sigurðardóttur, forstöðumann stoðþjónustu sem segja að "Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi".

Sjá grein þeirra í Vísi um afleiðingar COVID-19 fyrir heimabúandi einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra.

Sjá grein í Vísi hér.

Fræðsla frá Öldrunarfræðafélagi Íslands

24/11/2020

Vakin er athygli á þessum viðburði:

Öldrunarfræðafélag Íslands heldur rafrænan fræðslufyrirlestur á Facebook. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Einnig hægt að skoða á www.oldrun.is

Væntumþykja í verki – Við getum öll gert gagn – Gefum aðstandendum og eldra fólki einfalda en góða leiðsögn í hvernig auka megi vellíðan á efri árum.

Hægt er að skoða viðburðinn á Facebook hér.

 

Jólagjöfin í ár!

24/11/2020

Leggðu okkur lið!

Hugmynd af jólagjöf í ár. Hálsmen eða lyklakippa úr stáli. Hönnuður af Hedera skartinu er Gabriella Ósk. Allur söluágóði rennur til uppbyggingar miðstöðvar fyrir yngri greinda með heilabilun. Hægt er að kaupa skartið í netverslun Alzheimersamtakanna https://www.alzheimer.is/netverslun?cat=135

Sjá myndband um skartið hér.

01
des

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - FELLUR NIÐUR

01/12/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

15
des

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - FELLUR NIÐUR

15/12/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

05
jan

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

05/01/2021
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

19
jan

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

19/01/2021
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

VEFTRÉ
W:
H: