RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn - Málstofa Alzheimersamtakanna

09/09/2020

Rafræn málstofa í tilefni af alþjóðlega alzheimerdeginum 21.september 2020. Yfirskrift dagsins er: Heilavinur af öllu hjarta - Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Málstofu verður streymt hér á facebooksíðu Alzheimersamtakanna.

Kynntu þér fræðsluverkefni Alzheimersamtakanna á www.heilavinur.is og á facebooksíðunni Heilavinur.

 

Leiðbeinendanámskeið Hlíð

08/09/2020

Fræðsluverkefni Alzheimersamtakanna um að gera Ísland að styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra er verið að innleiða á Akureyri. Alzheimersamtökin ásamt Öldrunarheimili Akureyrar stóðu fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í Hlíð miðvikudaginn 2.september.

  

Frábær fræðsludagur og við óskum nýjum leiðbeinendum góðs gengis í að gera nærumhverfi sitt styðjandi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra.

  

Við hvetjum alla til að skoða heimasíðu verkefnisins www.heilavinur.is og einnig facebooksíðunni heilavinur.

Námskeiðið var haldið á staðnum en einnig í fjarfundarbúnaði fyrir þá sem komust ekki norður. 

 

Stuðningshópar Alzheimersamtakanna

07/09/2020

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun eru auglýstir í viðburðardagatali Alzheimersamtakanna.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Stuðningshópar Alzheimersamtakanna byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Næsti stuðningshópur fyrir aðstandendur er þriðjudaginn 15.september kl. 13:30-15:00.
Stuðningshópur fyrir „yngri“ afkomendur er þriðjudaginn 22.september kl. 16:30-18:00.

Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

Flottir feðgar hjóla

27/08/2020

Gunnar Kristjánsson greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir 7 árum. Í sumar hjólaði hann hringinn í kringum Ísland ásamt Jóhannesi Páli syni sínum sem kom gagngert til Íslands til að hjóla með föður sínum.

 

Ferðin gekk vel og tók aðeins 8 daga. Gunnar vildi með þessu framtaki sýna að lífið er alls ekki búið þótt maður greinist með heilabilunarsjúkdóm. Hann er mjög duglegur að hreyfa sig og hafa feðgarnir ákveðið að næsta sumar hjóli þeir Vestfjarðarkjálkann og þá, í þágu Alzheimersamtakanna.

 

Við munum að sjálfsögðu fylgjast með ferðum feðganna að ári og kannski vilja einhverjir slást í för með þeim?

21
sep

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn - Málstofa

21/09/2020
kl. 17:00-18:15

Staðsetning

Rafrænn - í beinu streymi á Facebooksíðu Alzheimersamtakanna

Tími

Kl. 17:00-18:15

Stutt lýsing

Yfirskriftin í ár er "Heilavinur af öllu hjarta"

 

 

 

22
sep

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur

22/09/2020
kl. 16:30

Staðsetning

Fundarherbergi Setursins Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.    

30
sep

Fræðsla um heilabilunarsjúkdóma

30/09/2020
kl. 13:00-14:30

Staðsetning

Gerðuberg

Tími

Kl. 13:00-14:30

Stutt lýsing

Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna verður gestur í Félagsstarfinu í Gerðubergi og fjallar um heilabilunarsjúkdóma, einkenni og samskipti.

Umræður og spurningar á eftir.

Boðið verður upp á kaffi og með því.

Aðgangseyrir kr. 1000.-

Skráningi í síma 664 4011

06
okt

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

06/10/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

VEFTRÉ
W:
H: