RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Molar - Góð ráð

14/07/2021

Þegar þú lendir í erfiðleikum í samskiptum þínum við ástvin með heilabilunarsjúkdóm er oft gott að breyta um umræðuefni og beina athyglinni í nýja átt eða jafnvel breyta um umhverfi. Ef manneskjan er æst eða í uppnámi er hægt að beina athyglinni að öðru eins og að fá hana til hjálpa þér við eitthvað eða leggja til að fara í göngutúr. Það er mikilvægt að reyna að tengja sig inn á tilfinningar viðkomandi áður en maður beinir huganum annað. Til dæmis með því að segja: „ Ég sé að þú ert dapur/döpur og mér þykir það leitt. En nú skulum við fá okkur eitthvað gott að borða. ‟

 

Gott að hafa í huga í samskiptum.
1) Tala hægt.
2) Stuttar einfaldar setningar.
3) Ein fyrirmæli í einu.
4) Spyrja einfaldra spurninga sem hægt er að svara með „já‟ eða „nei‟.

 

Fólk með heilabilunarsjúkdóma finnur oft fyrir kvíða og óvissu, það er ringlað og óöruggt með sjálft sig. Stundum man og upplifir fólk hluti sem aldrei gerðust í veruleikanum. Eitthvað sem aldrei gerðist í veruleikanum getur orðið að sterkum minningum. Þegar það gerist forðumst þá að reyna að sannfæra fólk um að það hafi rangt fyrir sér. Einbeitum okkur að þeim tilfinningum sem þau sýna (sem nota bene eru raunverulegar) og verum styðjandi og sannfærandi bæði í orði og með líkamstjáningu okkar. Stundum hjálpar það að haldast í hendur, snerta eða faðma til að ná fram viðbrögðum og ná fólki út úr óþægindatilfinninunum.

Reykjavíkurmaraþon - Hulda Guðrún

13/07/2021

Enn einn frábæri hlauparinn sem safnar áheitum fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoninu.
Við erum óendanlega þakklát. Hulda Guðrún hleypur fyrir mömmu sína, hana Stebbu.


„Ég ætla að hlaupa 10KM fyrir mömmu mína, hana  Stebbu eins og hún er alltaf kölluð. Mamma mín var greind með heilabilunarsjúkdóminn Alzheimer fyrir nokkrum árum.  Þetta er ferlegur sjúkdómur sem er bæði hægvinna og tekur á fyrir alla.
Þar sem ég ætla að hlaupa fyrir mömmu mín og þessi góðu samtök sem eiga hrós skilið,  þá er gaman að segja aðeins frá henni  en  hún elskar að rifja upp gamlar og góðar stundir sem hún átti upp í sumarbústað, í  hestaferðalögum og eins allar þær spánarferðir sem voru farnar ásamt pabba og svo man hún einna helst eftir góðu stundunum þegar  hún var ,,stuepige “í Kaupmannarhöfn þegar hún var bara 18.ára.


Mamma hefur fengið frábæra þjónustu hjá Viðey á Hrafnistu en þar mættir hún daglega og fær þar þjálfun og skemmtilegt félagslíf.  Þar fer fram svo gott  starf fyrir þennan viðkvæma hóp sem mikil þörf er á. Eins er starfsfólkið þar duglegt  að minna okkur á og kynna fyrir okkur það góða starf sem Alzheimersamtökin standa fyrir. Við erum stolt af þessu starfi sem bæði Viðey á Hrafnistu gerir eins samtökin. Við aðstandendur erum því afar þakklátt fyrir þeirra störf.


Þar sem þetta er mitt fyrsta hlaup er það því þá tileinkað henni og öðrum sem þjást af Alzheimers. Hver króna skiptir máli því það vantar meiri og fjölbreytta þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp og einnig þeirra aðstendur.‟


Gangi þér vel Hulda Guðrún og hjartans þakkir.

Hægt er að heita á Huldu Guðrúnu á hlaupastyrkur.is

Góð ráð við böðun

08/07/2021

Það getur stundum reynst þrautin þyngri að fá einstakling með heilabilun í bað eða sturtu. Ástæðurnar geta verið margar en ótti, óþægindatilfinningar og verkir af ýmsum toga hafa áhrif. Ef þú spyrð beint hvort manneskjan vilji fara í bað, er næsta víst að svarið verður nei.

Það er mikilvægt að undirbúa baðtímann vel og hafa hlýtt og notalegt andrúmsloft. Hita handklæðin, hafa föt til skiptanna tilbúin og sníða stundina að þörfum hvers og eins. Sumum hentar betur bað eða sturta að kvöldi fyrir svefninn, aðrir eru vanir að fara í sturtu á morgnana.

Við þurfum að leiða manneskjuna með okkur í verkið, útskýra hvað er að fara að eiga sér stað. Oft reynist vel að rétta skjólstæðingnum sturtuhausinn eða þvottapokann og hjálpa til við athöfnina. Hann er þá við stjórn sjálfur. Þegar skjólstæðingurinn upplifir rennandi vatnið sem ógn gæti reynst vel að „klæða‟ sturtuhausinn í þvottapoka sem dempar rennslið og vatnið fellur á mýkri hátt á líkamann.

Tónlist virkar líka oft vel til að ná fram góðu og róandi andrúmslofti, þá kemur sér vel að þekkja tónlistarsmekk viðkomandi.

Starfsfólk á hjúkrunarheimilum hefur margoft séð dæmi þess að það að hafa dúkku með sér í sturtu hefur skapað ró, sér í lagi hjá kvenkyns skjólstæðingum. Á meðan þær eru uppteknar við að „þvo barnið‟ getur umönnunaraðilinn veitt sína aðstoð.

Ráðlegt er að þvo höfuðið síðast, ef ekki bara seinna. Þetta verður að meta í hvert sinn eftir því hvernig böðunin hefur gengið, hægt er að leggja þvottapoka með sjampói á kollinn og bleyta þannig hárið. Með því að gera það forðumst við nuddhreyfingar og núning sem getur verið óþægilegur og jafnvel valdið pirringi og/eða vanlíðan. Gott er einnig að setja þvottapoka fyrir augun við hárþvott

Ef baðtíminn hefur ekki gengið vel er stundum betra að sleppa hárþvotti, og hugsanlega þvo andlit og hár eftir að skjólstæðingurinn er klæddur á ný. Það getur verið gott að nýta þurrsjampó.

 

Það reynir oft á þolinmæði aðstandenda og umönnunaraðila við böðun, reynum að halda ró okkar og munum að sýna stundinni og aðstæðunum þá virðingu sem hún á skilið.

Minningargjöf

07/07/2021

Alzheimersamtökunum voru á dögunum færður rausnarlegur styrkur. Fjárhæðin nemur kr. 1.500.000 og er ætlað að renna til nýju þjónustumiðstöðvarinnar í St. Jósepsspítala.
Gjöfin er til minningar um móður og tengdamóður Jónínu Margréti Einarsdóttur sem lést árið 2001 aðeins 74 ára gömul.


Stjórn og starfsfólk þakka þann einlæga hlýhug sem framlagi þessu fylgir.

09
ágú

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi

09/08/2021
kl. 09:00

Staðsetning

Setrið, Hátúni 10

Tími

Kl. 09:00

Stutt lýsing

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00 til 16:00

Sími 533 1088

 

 

18
ágú

Upplifðu maraþonið! Fyrirlestur Pétur Magnússon

18/08/2021
kl. 16:30 - 17:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30 - 17:00

Stutt lýsing

Reykjavíkurmaraþonið á að vera skemmtileg upplifun fyrir alla. Pétur Magnússon, áhugamaður um útivist og hlaup, miðlar af reynslu sinni og gefur okkur góð ráð, hvort sem við ætlum að hlaupa eða bara vera í klappliðinu.

Hægt að sækja hlaupaboli merkta Alzheimersamtökunum, alzheimerblöðrur og ýmsan styrktarvarning.

Þjöppum okkur saman fyrir hlaupið og höfum gaman.

19
ágú

Skráningarhátíð í Laugardalshöll - Fit and Run Expo

19/08/2021
kl. 15:00 - 20:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 15:00 - 20:00

Stutt lýsing

Alzheimersamtökin verða með kynningarborð á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins. Hlökkum til að sjá þig! 

 

FIT&RUN EXPO 2021 er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans ásamt skemmtilegum uppákomum.
Sýningin verður haldin í Laugardalshöll 19. og 20. ágúst 2021.
Flott tilboð í boði meðan á sýningu stendur.
Frítt inn fyrir alla, líka þá sem eru ekki að hlaupa.

20
ágú

Skráningarhátíð í Laugardalshöll - Fit and Run Expo

20/08/2021
kl. 14:00-19:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 14:00-19:00

Stutt lýsing

Alzheimersamtökin verða með kynningarborð á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins. Hlökkum til að sjá þig!

FIT&RUN EXPO 2021 er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans ásamt skemmtilegum uppákomum.
Sýningin verður haldin í Laugardalshöll 19. og 20. ágúst 2021.
Flott tilboð í boði meðan á sýningu stendur.
Frítt inn fyrir alla, líka þá sem eru ekki að hlaupa.

VEFTRÉ
W:
H: