RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Fréttir frá starfi fræðslustjóra

14/02/2020

Kæru félagsmenn

Síðastliðinn þriðjudag var fræðslufundur Alzheimersamtakanna þar sem Elva Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aldraðra fræddi okkur um Namaste nálgun – lífsgæði fyrir einstaklinga með heilabilun. Ef þið eruð með spurningar til hennar varðandi Namaste þá er hægt að senda póst á elfatholl@gmail.com. Einnig er hægt að horfa á upptökur frá fræðslufundinum á facebooksíðu Alzheimersamtakanna undir flipanum myndbönd.

 

Stuðingshópar og lögfræðiráðgjöf

Ég vil minna á stuðningshópa Alzheimersamtakanna, fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar kl. 13:30 - 15 og fyrsta þriðjudag kl. 16:30 - 18. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en eiga það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslu. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu. Ekki þarf að skrá sig, aðgangur er ókeypis og við erum í sal Alzheimersamtakanna Hátún 10 – Setrið.                                                                                                                                                                       

Nýjung!

Við bjóðum upp á lögfræðiráðgjöf félagsmönnum að kostnaðarlausu, einungis er um að ræða ráðgjöf, ekki rekstur mála eða skjalagerð. Fyrst um sinn verður lögfræðingur til staðar einu sinni í mánuði, annan þriðjudag kl. 11-12 og nauðsynlegt er að panta í síma 5331088. Einnig er hægt að óska eftir að hringt verði í viðkomandi ef hann býr utan höfuðborgarsvæðisins.

 

Frú Eliza Reid – Fyrsti Heilavinurinn á Íslandi

7.febrúar 2020 opnuðu Alzheimersamtökin nýja vefsíðu sem heitir www.heilavinur.is sem byggir á þátttöku ykkar og allra landsmanna. 5000 Heilavinir er okkar markmið og það er á við áætlaðan fjölda sem eru skráðir á Íslandi með heilabilun. Vin fyrir hvern þann sem er með heilabilun. Nú þegar eru 531 búnir að skrá sig og ég hvet ykkur öll til að verða Heilavinur. Það er þér að kostnaðarlausu og eina sem þú skuldbindur þig til er að fræðast nánar um heilabilun, hjálpa annarri manneskju í neyð og að minnka fordóma í samfélaginu gagnvart heilabilun.

Þegar þú gerist Heilavinur þá getur þú sótt þér Heilavinanælu á skrifstofu okkar Hátúni 10 – Setrið eða í Hlíð, Austurbyggð 17 Akureyri. Það er í vinnslu að fjölga stöðum á landinu þar sem þú getur nálgast næluna. Einnig fá Heilavinir rafrænan fræðslupóst og geta fylgst með á facebooksíðu Heilavina.

 

                                       

Vertu með það skiptir máli!

Bestu kveðjur

Sigurbjörg Hannesdóttir

Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna

Viltu vera Heilavinur!

13/02/2020

Vilt þú vera Heilavinur? Skráning á www.heilavinur.is.
Markmiðið er - Vinur fyrir hvern einstakling með heilabilun
Áætlað er að á Íslandi séu um 5000 manns greindir með heilabilun svo stefnan er sett að finna 5000 Heilavini!

Með ykkar hjálp tekst okkur að finna Heilavini víðs vegar um landið og vinna markvisst að því að mæta þörfum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra. Þátttakan kostar ekki neitt og eina sem þú skuldbindur þig til er meðal annars að auka vitneskju þína um heilabilun og deila fróðleik til annarra.

Farðu á www.heilavinur.is og skráðu þig í dag!

Lögregla kölluð til á hjúkrunarheimili vegna íbúa með heilabilun

11/02/2020

Frétt á RÚV 11.02.2020 Heilbrigðismál - Innlent - Aldraðir - Heilabilun - Hjúkrunarheimili.

 

Viðtal við Steinunni Þórðardóttur yfirlækni á minnismóttöku Landspítalans sem segir að skortur á fagfólki hafi orðið til þess að veikum íbúum hjúkrunarheimila sé skilað aftur á Landspítalann. Lögregla hefur verið kölluð á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að starfsfólk á vakt réði ekki við íbúa með heilabilun. Steinunn segir að fjármagna þurfi hjúkrunarheimilin þannig að þau geti sinnt íbúum með heilabilun. Mikilvægt sé að tryggja fólkinu rólegt og gott umhverfi. Röng viðbrögð starfsfólks gagnvart einstakling með heilabilun geti aukið á vandann.
Stjórn Alzheimersamtakanna sendi frá sér ályktun í janúar þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af alvarlegri stöðu sem komið hefur upp í nokkrum tilfellum á hjúkrunarheimilum vegna skorts á sértækum úrræðum fyrir einstaklinga með heilabilun. Þar segir að ástandið hafi leitt til þess að hjúkrunarheimili útskrifi fólk með erfið geðræn einkenni af völdum heilabilunar.

 

Ráðgjöf Alzheimersamtakanna

11/02/2020

Minnum á ráðgjafa- og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga og hjón/pör og fjölskyldufundi. Pantið viðtal í s.5201082 eða á alzheimer@alzheimer.is

03
mar

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

03/03/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

04
mar

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur

04/03/2020
kl. 16:30

Staðsetning

Fundarherbergi Setursins Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Nýr stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.    

05
mar

Alzheimerkaffi í Reykjavík

05/03/2020
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Góð slökun og öndunaræfingar auka blóðflæði líkamans, bæta svefn, losa um kvíða og depurð og koma í veg fyrir bólgur í líkamanum. 
Í erindinu kynnir Gunnhildur Heiða einfaldar leiðir til að dýpka öndun, vekja upp jákvæðar minningar og bæta svefninn.

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik

09
mar

Alzheimerkaffi á Selfossi

09/03/2020
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Grænumörk 5

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

VEFTRÉ
W:
H: