RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Agnes hleypur til styrktar Alzheimersamtakanna

05/07/2022

Agnes Ögmundardóttir hleypur til styrktar Alzheimersamtökunum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka .

"Ég hleyp fyrir fallega og góða fólkið sem glímir við erfiða sjúkdóminn sem Alzheimer er. Yndislega amma mín lést af völdum sjúkdómsins árið 2018 og því eru samtökin mér mjög mikilvæg.  Þeir sem þekkja mig vel vita að ég gekk í gegnum mjög erfiða meðgöngu á sl. ári og þurfti nánast að byrja á byrjunarreit eftir hana hvað varðar hreyfingu og fleira. Það að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu er því stórt markmið fyrir mig og hlakka ég til að takast á við þá áskorun :-)"

 

Við hvetjum okkar hlaupara áfram og vonumst til að þú styrkir samtökin með þínu hlaupi.

Hægt er að styrkja Agnesi hér.

Munum leiðina ...

Fríðuhús flytur í Grafarvog

30/06/2022

Fríðuhús flytur í Grafarvog

 

Í vikunni var staðfest samkomulag milli Alzheimersamtakanna og Reykjavíkurborgar um húsnæði fyrir Fríðhús – sérhæfða dagþjálfun sem samtökin reka fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma – sem nú er rekin við Austurbrún í Reykjavík. Húsnæðið sem um ræðir er Logafold 56 þar sem nú er rekið sambýlið Foldabær fyrir konur með heilabilunarsjúkdóma. Samtökin taka við húsnæðinu í haust og munu jafnframt taka við núverandi rekstri eins lengi og þörf krefur.

 

Sem stendur eiga sex konur lögheimili í Foldabæ og hefur þeim þegar verið boðið að sækja þjónustu Fríðuhúss á daginn. Húsnæðið í Logafold býður upp á möguleika á að sveigja þjónustuna í Fríðuhúsi og jafnframt er stefnt að því að bjóða síðar upp á styttri hvíldarinnlagnir.

Það er Alzheimersamtökunum ómetanlegt að finna þann stuðning sem Reykjavíkurborg sýnir okkur með þessu framlagi en húsið við Austurbrún verður síðar selt. Það mun renna styrkari stoðum undir rekstur samtakanna.

Myndin var tekin við undirritun samningsins en þar eru frá vinstri; Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála, Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður Alzheimersamtakanna, Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Jórunn Ósk Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða.

"Það er líf eftir greiningu"

29/06/2022

Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun skrifar um skilaboð sem ganga á milli fólks á Facebook um heilabilunarsjúkdóma. Hún telur rangt og stimplandi að leggja áherslu á hrörnun og það að lýsa sjúkdómsferli heilabilunar sem lifandi dauða. Lesið grein í fullri lengd hér.

Viljið þið leggja okkur lið?

28/06/2022
16
ágú

Upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþon

16/08/2022
kl. 16:30 -17:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St.Jó, 3.hæð, Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Tími

Kl. 16:30 -17:30

Stutt lýsing

Taktu tímann frá, nánari upplýsingar koma síðar.

20
ágú

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022

20/08/2022
kl. 08:30

Staðsetning

Lækjargata

Tími

Kl. 08:30

Stutt lýsing

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hafin. Það eru fimm vegalengdir í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar upplýsingar um hlaupið er að finna hér.

Vilt þú hlaupa til styrktar Alzheimersamtakanna? Ef svo er þá hvetjum við þig til að muna leiðina og styrkja um leið Alzheimersamtökin eins og svo margir hafa gert í gegnum tíðina.

Þetta er einfalt!

1. Smellir á hnappinn "Skráðu þig hér"

2. Velur vegalengd og setur í körfu

3. Skráir inn upplýsingar um þig

4. Velur gott málefni til að styrkja

5. Klárar skráningu og staðfestir

6. Manst leiðina og byrjar að undirbúa þig

Takk fyrir ómetanlegan stuðning, við munum að sjálfsögðu hvetja ykkur áfram

VEFTRÉ
W:
H: