RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Alzheimer Europe - nýtt tölublað

16/06/2021

Nýtt tölublað Alzheimer Europe er komið út - http://bit.ly/DementiaInEurope36

Fullt af áhugaverðum greinum um rannsóknir og þróun heilabilunarsjúkdóma í Evrópu. Vekjum sérstaklega athygli á viðtali við Helen Rochford-Brennan sem er meðlimur í evrópska vinnuhóp fólks með heilabilun (EWGPWD) og var formaður hópsins frá 2016–2020. Hún segir frá reynslu sinni að greinast snemma með heilabilun og hvernig það er að missa eiginmann sinn til 40 ára á tímum heimsfaraldurs.

Harpa Björgvinsdóttir verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar

09/06/2021

Við bjóðum Hörpu Björgvinsdóttur, iðjuþjálfa, velkomna til starfa hjá Alzheimersamtökunum.

Harpa hefur verið ráðin í starf verkefnastjóri í þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna sem mun opna á haustmánuðum. Harpa útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri árið 2012 með Bs í iðjuþjálfunarfræðum og hefur síðastliðin 9 ár starfað sem iðjuþjálfi og deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi.

Viðtal við Steinunni Þórðardóttur um nýja lyfið Aducanumab á Rás 1

09/06/2021

Þekkingu á því hvað veldur Alzheimer-sjúkdómi hefur fleygt fram á síðustu tuttugu árum og talið er að nýja lyfið Aducanumab, sem fékk markaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna á mánudag, marki tímabót í baráttunni við sjúkdóminn. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, í viðtali í Morgunvaktinni á Rás 1.

Viðtalið hefst kl. 07.32 og er hægt að nálgast hér.

Grein á RÚV um Aducanumab er hægt að nálgast hér.

Takk Karen Sif fyrir að hlaupa

08/06/2021

Karen Sif Sigurðardóttir er maraþonhlaupari í Reykjavíkurmaraþoninu 2021: "Ég ætla að fara út fyrir þægindarammann minn og hlaupa heilt maraþon til styrktar Alzheimer samtökunum. Málefnið er mér afar kært þar sem elsku besta amma mín er með sjúkdóminn og ég vil leggja mitt af mörkum til að styðja samtökin og þeirra frábæra starf". Hægt er að heita á Karen Sif hér.

Vel gert Karen Sif og þakklæti fyrir stuðninginn.

   

22
jún

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur -ATH fundarstað

22/06/2021
kl. 16:30

Staðsetning

Lífsgæðasetrið St.Jó. 2. hæð

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

 

 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslu. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

19
júl

Sumarlokun skrifstofu

19/07/2021
kl. 09:00

Staðsetning

Setrið, Hátúni10

Tími

Kl. 09:00

Stutt lýsing

Hægt er að panta minningarkort hér.

04
ágú

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi

04/08/2021
kl. 09:00

Staðsetning

Setrið, Hátúni 10

Tími

Kl. 09:00

Stutt lýsing

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00 til 16:00

Sími 533 1088

 

 

21
ágú

Reykjavíkurmaraþon 2021

21/08/2021
kl. 08:40-14:00

Staðsetning

Miðbær Reykjavíkur

Tími

Kl. 08:40-14:00

Stutt lýsing

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2021 fer fram þann 21. ágúst.

Hægt er að hlaupa til góðs fyrir Alzheimersamtökin www.hlaupastyrkur.is.


Áheitasöfnun í gegnum maraþonið hefur verið mikilvæg tekjuöflun fyrir starfsemi Alzheimersamtakanna og nú er áherslan lögð á þjónustumiðstöð í Hafnarfirði sem opnar síðar á árinu.


Vertu með og hlauptu fyrir Alzheimersamtökin – þín þátttaka skiptir okkur miklu máli Hlaupahópur Alzheimersamtakanna er hópur á facebook og við hvetjum alla hlaupara til að bætast í hópinn.

 

Viltu hlaupa til góðs fyrir Alzheimersamtökin?
Þú getur skráð þig hér Hlaupastyrkur.is 

Meðfylgjandi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða gerðar þegar nær dregur hlaupi.

08:40 Maraþon og hálfmaraþon

09:35 10 km

12:15 3 km skemmtiskokk

Ath dagskráin mun taka breytingum fram að hlaupi vegna nokkurra holla í hverri vegalengd.

Tímamörk í maraþoni eru sex klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 6 klst fá ekki skráðan tíma.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík.

 

 

VEFTRÉ
W:
H: