RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Styrkur frá golffélögum

20/10/2021

Það getur verið gaman um leið og menn styrkja góð málefni. Kristinn G. Bjarnason kom færandi hendi í dag með ávísun frá 20 golffélögum sem láta gott af sér leiða. Þeir spila saman í fjórum liðum 5 sinnum yfir sumarið og leggja í pott í hvert skipti sem einhver fær fugl eða örn. Liðið sem sigraði í ár ber nafn kylfingsins Hogan og völdu þeir að styrkja samtökin að þessu sinni. Við þökkum þeim kærlega veittan stuðning.

Alzheimerkaffi á Selfoss

19/10/2021

Það verður Alzheimerkaffi í Vinaminni á Selfoss í dag.

Tilkynning frá Öldrunarráði Íslands

12/10/2021

Öldrunarráð Ísland auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Rannsóknarsjóð og tilnefningum til viðurkenningar.

Sendið umsóknir á oldrunarrad@oldrunarrad.is og athugið að umsóknarfrestur og tilnefningarfrestur rennur út þann 19. október næstkomandi.

 

  

Hægt er að horfa á fræðslufund hér

12/10/2021

Hér er hægt að horfa á fræðslufund Alzheimersamtakanna: Fræðslufundur 12.okt´21

26
okt

Stuðningshópur fyrir yngri aðstandendur

26/10/2021
kl. 16:30-18:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30-18:00

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fóks með heilabilunarsjúkdóma.

Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.    

 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.
 

02
nóv

Námskeið: Atferlistruflanir hjá einstaklingum með heilabilun

02/11/2021
kl. kl. 13:00-16:00

Staðsetning

Fyrirlestrasalur Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík

Tími

Kl. kl. 13:00-16:00

Stutt lýsing

Námskeið  á vegum heilabilunareiningar LSH

Námskeiðið verður endurtekið miðvikudaginn 3. nóvember 2021 kl. 13:00-16:00

Dagskrá
12:45        Skráning
 
13:05    Atferlistruflanir og geðræn einkenni hjá einstaklingum með heilabilun – Þórunn Helga Felixdóttir sérnámslæknir í öldrunarlækningum

13:40    “Virknigreining – að skoða tengsl hegðunar og umhverfis” – Hanna Steinunn Steingrímsdóttir atferlisfræðingur

14:15        Kaffihlé

14:35    Skynörvun - Aðalheiður Pálsdóttir og Jóhanna Elíasdóttir iðjuþjálfar Landakoti    

15:10    “Hvenær fer ég heim” – Atferlistruflanir hjá einstaklingum með heilabilun – Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu Garðabæjar og Anna Herdís Pálsdóttir deildarstjóri á Eir
            
15:45        Fyrirspurnir og umræður

Þátttökugjald er kr. 3.500, staðgreitt
Skráning fer fram á netinu, gudlaugg@landspitali.is og skal þar koma fram: Nafn og kennitala þátttakanda, ef vinnustaður greiðir fyrir þá þarf einnig að koma fram nafn og kennitala viðkomandi stofnunar og hver er ábyrgur fyrir greiðslu. Reikningur verður sendur til viðkomandi stofnunar eftir námskeiðið.
Starfsfólk LSH greiðir ekki fyrir þátttöku.

Lokadagur skráningar er 29. október 2021

Ekki er tekið við greiðslukortum.
Vinsamlega hafið því reiðufé meðferðis.
Undirbúningsnefnd:
Helga Eyjólfsdóttir
Guðlaug Guðmundsdóttir
Margrét Albertsdóttir

 

04
nóv

Alzheimerkaffi í Reykjavík

04/11/2021
kl. 17:00 - 18:15

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31

Tími

Kl. 17:00 - 18:15

Stutt lýsing

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik

09
nóv

Fræðslufundur

09/11/2021
kl. 16:30

Staðsetning

Staðsetning tilkynnt síðar en einnig í beinu streymi á facebooksíðu Alzheimersamtakanna

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Nánari dagskrá birt síðar.

VEFTRÉ
W:
H: