RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Stuðningshópar fyrir aðstandendur/unga afkomendur fólks með heilabilun

22/01/2021

Fylgist með viðburðardagatali Alzheimersamtakanna og skráið ykkur í næsta stuðningshóp.

Viðtöl við unga afkomendur fólks með heilabilun

22/01/2021

Viðtal við aðstandanda í Danmörku, faðir hennar greindist með heilabilun þegar hún var 22 ára. Hægt er að hlusta á danskt hlaðvarp þar sem tíu ungmenni deila reynslu sinni um að búa með foreldri sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hlaðvarpið heitir: „Når der går demens i ungdommen“. Hægt að lesa og horfa á fleira viðtöl við unga fólkið á heimasíðu dönsku Alzheimersamtakanna hér.

Alzheimersamtökin á Íslandi er með stuðningshóp fyrir yngri afkomendur fólks með heilabilun og næsti stuðningshópur er 26.janúar kl. 16:30 sem er fullbókaður. Hægt er að skrá sig í stuðningshópinn 23.febrúar kl. 16:30 hjá vilborg@alzheimer.is

Nánari upplýsingar um stuðningshópa Alzheimersamtakanna hér.

Þjónusta fyrir fólk með heilabilun í Noregi

22/01/2021

Norska ríkisstjórnin út á dögunum nýja aðgerðarstefnu er varðar þjónustu við fólk með heilabilun sem gildir til 2025. Aðaláherslur í stefnu norsku ríkistjórnarinnar eru:

1. Fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra fá greiningu á réttum tíma og fái bestu einstaklingsmiðaða þjónustu sem völ er á.

2. Fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra geti tekið þátt í styðjandi samfélagi sem gerir þeim kleift að lifa virku og innihaldsríku lífi, aðlagað að þörfum hvers og eins.

3. Auka á rannsóknir og þekkingu um forvarnir og meðferð við heilabilunarsjúkdómum.

Í aðgerðarstefnunni eru fjögur áherslusvið:

1. Sameiginlega ákvarðanataka og þátttaka.

2. Forvarnir og lýðheilsa.

3. Vönduð og samhæfð þjónusta.

4. Skipulagning, færni og þekkingarþróun.

Hægt er að lesa fréttabréf Alzheimer Europe hér.

Hægt er að lesa nánar um aðgerðarstefnu er varðar þjónustu við fólk með heilabilun í Noregi hér.

Glærur frá síðasta fræðslufundi

18/01/2021

Hér er hægt að nálgast glærur frá fræðslufundi Alzheimersamtakanna 12.01.21. Jón Snædal er með fyrirlesturinn: "Ég er farin(n) að gleyma svo miklu, á ég að láta rannsaka mig?"

Upptökur frá fræðslufundi er að finna undir myndbönd á facebooksíðu okkar ásamt öllum okkar fræðslufundum. Alzheimersamtökin eru einnig með Youtube rás þar sem fyrirlestrar síðustu ára eru aðgengilegir.

 

26
jan

Listir og menning, hugarefling við Alzheimers-sjúkdómnum

26/01/2021
kl. 14:00-16:00

Staðsetning

FJARNÁMSKEIÐ á vegum Endurmenntunar HÍ

Tími

Kl. 14:00-16:00

Stutt lýsing

Á námskeiðinu verður fjallað um listir og menningu í samhengi við Alzheimers-sjúkdóminn. Kenndar verða aðferðir hugareflinga og nálganir til að auka lífsgæði og félagsleg samskipti út frá myndlist, bókmenntum, leikrænni tjáningu og kökugerð. Þegar er sannað að listir geta hjálpað fólki að finna sig í þjóðfélaginu og öðlast aukið öryggi í samfélagi við aðra. Eitt eðli lista er að hreyfa við tilfinningum manneskjunnar og örva hugmyndaflugið. Því verður fjallað um Alzheimers-sjúkdóminn út frá tilfinningaminni og lífssögu skjólstæðingsins.

 

Nánari upplýsingar og skráning HÉR.

Kennsla:
Halldóra Arnardóttir, Ph.D. listfræðingur og meðstjórnandi verkefnisins Listir og menning sem meðferð

Þri. 26. og fim. 28. jan. kl. 14:00 - 16:00

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Listir og menningu sem meðferð, sem leið til aukinna lífsgæða.
• Alzheimersjúkdóminn í tengslum við tilfinningaminni og sjálfsöryggi.
• Tengsl umhverfis og Alzheimers-sjúkdómsins.
• Hlutverk safna fyrir heilbrigðisgeirann; félagsleg samskipti og hugareflingu.

Ávinningur þinn:
• Geta tengt eigin reynslu við nýja þekkingu.
• Ígrunda orðræðu í tengslum við ólíka samfélagshópa.
• Þekkja aðferðir dregnar úr listum og umhverfinu sem leitt geta til aukinna lífsgæða.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er öllum opið. Höfðað er sérstaklega til fagfólks á sviði heilbrigðis, lista og félagsvísinda. Aðstandendur einstaklinga með Alzheimers-sjúkdóminn eru líka velkomnir.

Skráning á vef Endurmenntunar HÍ- HÉR

26
jan

Stuðningshópur fyrir yngri aðstandendur - skráning þörf

26/01/2021
kl. 16:30

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fóks með heilabilunarsjúkdóma.

Nauðsynlegt að skrá sig í hópinn hjá vilborg@alzheimer.is

Það er orðið FULLBÓKAÐ í þennan hóp. Næsti stuðningshópur fyrir yngri aðstandendur verður 23. febrúar.

 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.
 

02
feb

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - skráning þörf

02/02/2021
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Nauðsynlegt að skrá sig í hópinn hjá sibba@alzheimer.is

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

16
feb

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - skráning þörf

16/02/2021
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Nauðsynlegt að skrá sig hjá sibba@alzheimer.is

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

VEFTRÉ
W:
H: