RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Ráðstefna - lokun

19/10/2020

Dagana, 19. til 22. október verður skrifstofa Alzheimersamtakanna alveg lokuð vegna ráðstefnu Alzheimer Europe. Við munum þó fylgjast með póstum og reyna að svara eftir getu og umfangi.

 

Covid heldur líka áfram að halda aftur af okkur og liggja því niðri allir stuðningshópar- og fundir á staðnum. Við bendum á að hægt er að panta tíma í ráðgjöf á alzheimer@alzheimer.is eða sibba@alzheimer.is

 

Við bendum á fjölda upptaka af fræðslufundum félagsins í gegnum árin sem hægt er að finna á YouTube síðu samtakanna. Síðasti fyrirlestur fjallaði um tannheilsu og var einkar áhugaverður. Þá minnum við á appið Heilabilun sem veitir svör við nánast öllum spurningum sem upp kunna að koma.

 

Loks sendum við hvatningarkveðjur til allra vina og velunnara um að sína þrek og þol í því ástandi sem nú ríkir. Við munum komast í gegnum þetta og teljum að farið sé að grilla í ljósið í enda ganganna.

Mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignastofnana

15/10/2020

„Ráðherra hitti naglann svo sannarlega á höfuðið“ stendur í grein Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu og Björn Bjarka Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Brákarhlíðar í Fréttablaðinu í dag. Í greininni benda þau á mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfeignastofnanna í íslenskri heilbrigðisþjónustu. María Fjóla og Björn Bjarki hvetja landsmenn alla til að velta fyrir sér hvar við værum stödd sem samfélag óháð COVID, ef ekki væri fyrir þessi félagasamtök og sjálfseignastofnanir.

Greinin er birt í Fréttablaðinu 15.10.2020 á bls. 21.

 

Fræðslufundur í beinni - Tannheilsa eldri borgara

13/10/2020

Hægt er horfa á streymi frá fræðslufundi Alzheimersamtakanna hér.

 

5 pistill - Hvað er Alzheimer sjúkdómurinn

12/10/2020

Pistlar um heilabilun, höfundur Jón Snædal, öldrunarlæknir. Markmið með pistlunum er að þeir muni gagnast lesendum í leit þeirra að meiri þekkingu á heilabilunarsjúkdómum.

5 Pistill - Hvað er Alzheimer sjúkdómur?

Einfalda skilgreiningin er “taugahrörnunarsjúkdómur í heila” en það eru til fleiri slíkir sjúkdómar þannig að frekari skýringa er þörf. Almennt er talið að sjúkdómurinn orsakist af amyloid útfellingum í heila. Sýnt hefur verið fram á að útfellingarnar hafa átt sér stað um lengri tíma, hugsanlega 1-2 áratugi áður en fyrstu einkenni koma fram. Tilgátan er vel undirbyggð og flestar lyfjarannsóknir síðustu áratugi hafa byggt á henni. Hún hefur þó sætt gagnrýni því lyfjaþróun á grunni hennar hefur ekki gengið áfallalaust eins og rætt verður um í síðari pistlum. Fyrsta lyfið sem sótt var um skráningu fyrir á þessari öld ræðst á útfellingarnar og hreinsar þær að miklu leyti úr heilanum. Ekki er ljóst hvort af skráningu verður en vonast er til að svo fari.

Alzheimer sjúkdómur kemur yfirleitt fram eftir 65 ára aldur en um 10% sjúklinga fá þó einkenni hans fyrr. Í liðlega helmingi tilvika orsakast heilabilun af Alzheimes sjúkdómi sem er því algengasta ástæða heilabilunar. Einnig geta einstaklingar með aðra heilasjúkdóma verið auk þeirra með Alzheimer breytingar í heilanum. Dæmi um það er æðakölkun með Alzheimer breytingum í heila (e: mixed vascular dementia and Alzheimer´s disease).

Algengast er að fyrstu einkenni Alzheimer sjúkdóms séu gleymska, einkum á nýliðin atvik en fleiri einkenni koma fram eftir því sem á líður. Í sumum tilvikum koma önnur einkenni fram á undan minnisröskun. Þessi einkenni geta verið truflanir á tjáningu (málstol), skert færni til athafna í daglegu lífi (verkstol), skert ratvísi o.fl. Einkenni fara vaxandi með tímanum mjög einstaklingsbundið er hversu hratt það gerist. Munur á milli einstaklinga er svo mikill að réttara gæti verið að tala um Alzheimer rófið fremur en Alzheimer sjúkdóm. Líklegt er að um sé að ræða fleiri en einn sjúkdóm en framtíðar rannsóknir munu leiða í ljós hvort svo er.

Framan af getur verið erfitt að skera úr um hvort fram komin einkenni séu eðlileg eða af sjúklegum toga. Allir geta gleymt og “hversdagsgleymska” er til staðar hjá öllum svo sem m.a. hefur verið sýnt fram á í íslenskri rannsókn [1]. Ýmislegt getur orðið til þess að maður verði utan við sig eða gleyminn, svo sem áhyggjur, verkir, svefnleysi, lyfja- eða áfengisneysla, streita og svo mætti lengi telja. Það sem skilur þó á milli er að gleymska af völdum Alzheimer sjúkdóms ágerist með tímanum en helst að mestu óbreytt ef ekki eru sjúklegar breytingar í heila.

Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar en vitað er að ýmislegt getur aukið líkur á honum. Ákveðnir erfðaþættir geta aukið líkur á Alzheimer sjúkdómi en sterkasti áhættuþátturinn er hækkandi aldur. Þessum atriðum fáum við ekki breytt en í pistli um forvarnir gegn heilabilun er bent á ýmislegt annað sem getur tafið eða hugsanlega komið í veg fyrir sjúkdóminn. Þótt pistillinn hafi fjallað um forvarnir gegn heilabilun almennt á flest einnig við um Alzheimer sjúkóm.

Meðferð við sjúkdómnum má gróflega skipta í fjögur svið:

• Meðferð aðra en lyfjagjöf

• Lyfjameðferð við sjúkdómnum sjálfum

• Lyfjameðferð við einkennum og/eða afleiðingum sjúkdómsins

• Sálfélagslegur stuðningur.

Í síðari pistlum verður fjallað um alla þessa meðferðarmöguleika en næsti pistill verður um rannsóknaraðferðir til greiningar á heilabilunarsjúkdómum. Hægt er að lesa pistlana í heild sinni með heimildum á heimasíðu Alzheimersamtakanna hér.

20
okt

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - FELLUR NIÐUR

20/10/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshóparnir falla niður um óákveðinn tíma vegna neyðarstigs Almannavarna.

27
okt

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur

27/10/2020
kl. 16:30

Staðsetning

Fundarherbergi Setursins Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.    

03
nóv

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

03/11/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

10
nóv

Fræðslufundur: Rannsóknir á svefni og hugrænni virkni

10/11/2020
kl. 16:30-17:30

Staðsetning

Facebooksíða: Alzheimersamtökin

Tími

Kl. 16:30-17:30

Stutt lýsing

Ásthildur Margrét Gísladóttir: Rannsóknir á svefni og hugrænni virkni.

Fræðslufundurinn er rafrænn og streymt beint á facebooksíðu Alzheimersamtakanna.

VEFTRÉ
W:
H: