RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Viðtal í kvöldfréttum RÚV við framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna

05/06/2020

Viðtal við Vilborgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna í kvöldfréttum RÚV fimmtudaginn 4.júní. Reglulega koma inn á borð samtakanna mál þar sem grunur er um að verið sé að misfara með fé fólks með heilabilun. Það eiga að vera girðingar í kerfinu til að koma í veg fyrir að misfarið sé með fé fólks. Fólk með heilabilun er berskjaldað fyrir ýmis konar glæpum og Vilborg hvetur fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra að gera ráðstafanir varðandi fjármál sín sem fyrst í veikindaferlinu.

Viðtalið er hægt að nálgast hér.

Líðan í Covid-19 í samvinnu við Háskóla Íslands og Embætti landlæknis

05/06/2020

Nú styttist í að gagnasöfnun ljúki í rannsókninni: Líðan í Covid-19 í samvinnu við Háskóla Íslands og Embætti landlæknis. ,,Við viljum vita hvernig fólki leið í skugga veirunnar'' segja forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, verndarar rannsóknarinnar. 

 

Kæri félagsmaður Alzheimersamtakanna, taktu þátt og deildu þinni líðan og hafðu áhrif.

Með þekkingu að vopni er miklu líklegra að okkur takist að gera heiminn betri.
www.lidanicovid.is 

Alzheimersamtökin reka þrjár sérhæfðar dagþjálfanir

05/06/2020

Alzheimersamtökin reka þrjár sérhæfðar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun á höfuðborgarsvæðinu. Markmið með sérhæfðum dagþjálfunum er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins eins lengi og kostur er með því að styrkja líkamlega og vistmunalega hæfni hans og stuðla þannig að því að hann geti búið sem lengst heima. Einnig er markmiðið að rjúfa félagslega einangrun hins veika og efla þátttöku í daglegum athöfnum. Þetta getur létt undir með aðstandendum og fylgst er með daglegu heilsufari hins veika. Dagþjálfun eflir sjálfstraust einstaklingsins og dregur úr vanlíðan og vanmáttakennd. Ávallt er tekið mið af getu hvers og eins þannig að einstaklingurinn fái að njóta sín og finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru meðal annars samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór, tónlistarfólk kemur í heimsókn og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar. Þjónustan er sniðin að þörfum, áhuga og getu hvers og eins og er sveigjanleiki lykilhugtak í þjónustunni.

Fríðuhús Austurbrún 31, 104 Reykjavík opnaði árið 1997, forstöðumaður er Sigríður Lóa Rúnarsdóttir loa@alzheimer.is / friduhus@alzheimer.is s.533-1084.

Maríuhús Blesugróf 17, 108 Reykjavík opnaði árið 2008, forstöðumaður er Ólína Kristín Jónsdóttir sem er í leyfi, staðgengill hennar er Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir halldora@alzheimer.is / mariuhus@alzheimer.is s.534-7100.

Drafnarhús Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður opnaði árið 2006, forstöðumaður er Erla Einarsdóttir erla@alzheimer.is / drafnarhus@alzheimer.is s.534-1081.

Nánari upplýsingar um sérhæfðar dagþjálfanir er að finna hér.

Alzheimersamtökin

03/06/2020

Alzheimersamtökin voru stofnuð árið 1985 og vinna að hagsmunamálum fólks með heilabilunarsjúkdóma með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. Skrifstofa Alzheimersamtakanna er til húsa í Setrinu, Hátúni 10, 105 Reykjavík og er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 9:00-16:00. Starfsfólk skrifstofunnar eru Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri, Sigurbjörg Hannesdóttir fræðslustjóri og Sigríður Eyjólfsdóttir verkefnastjóri.

 

    

 

Skrifstofusíminn er 533-1088, ráðgjafasíminn er 520-1082 og netfangið okkar er alzheimer@alzheimer.is.

www.alzheimer.is er stútfull af upplýsingum fyrir þann sem er að greinast og einnig fyrir aðstandendur. Bæklingurinn okkar "Ert þú með heilabilun?" er fyrst og fremst ætlaður þeim einstaklingum sem greinst hafa með heilabilun.
https://www.alzheimer.is/um-alzheimersamtokin…/utgefid-efni….

Ekki hika við að hafa samband!

09
jún

Stuðningshópur Akranesi

09/06/2020
kl. 16:30-18:00

Staðsetning

Þorpið (efri hæð), Þjóðbraut 13

Tími

Kl. 16:30-18:00

Stutt lýsing

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

16
jún

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

16/06/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

VEFTRÉ
W:
H: