RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

"But Greatest is Love"

20/11/2019

Saga Poul og Elsu - ljósmyndaserían "But Greatest is Love"

Sofie er danskur ljósmyndari sem segir sögu afa og ömmu sinnar árin 2015-2018. Poul og Elsa Mathiassen kynntust árið1960, Elsa var hjúkrunarfræðingur og Poul var verkfræðingur. Poul og Elsa voru hamingjusamlega gift í 57 ár og bjuggu í Skanderborg Danmörku. Poul greindist með heilabilun og Parkinsonsjúkdóminn árið 2011. Þá var hann farinn að upplifa minnisglöp, erfiðleika með einbeitingu og verkefni daglegs lífs.

Sofie hlaut marga styrki fyrir ljósmyndaseríu sína „But Greatest is Love“. meðal annars fra styrktarsjóðnum„The Bob & Diana Fund“ nóvember 2019 og ein af myndunum í seríunni var valin sem Besta Danska Ljósmyndin 2019.

Nánari upplýsingar um ljósmyndaseríuna er á heimasíðu Sofie: http://www.sofiemathiassen.com/butgreatestislove og á styrkjarsjóð Bob og Diana: http://www.bobanddianefund.org/

 

   

  

  

Ert þú með hugmynd að fræðslu?

19/11/2019

Kæri félagsmaður, ert þú með hugmynd að fræðslu?

Við erum að undirbúa fræðsludagskrá Alzheimersamtakanna fyrir árið 2020 og vantar tillögur að efni. Sendu okkur póst á sibba@alzheimer.is.

Heilabilun er áskorun

14/11/2019

Heilabilunarsjúkdómar hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldulífið. Hlutverk breytast og eðli samskipta verður öðruvísi. Þegar greiningin er komin fram, þarf því að komast að niðurstöðu um hvernig haga skuli lífinu með heilabilun.

Þegar sjúkdómurinn ágerist fer ástand hins veika versnandi. Það þýðir að fjölskyldan þarf stöðugt að aðlaga sig og finna nýjar lausnir á þeim vandamálum sem fylgja sjúkdómnum. Það krefst orku og þolinmæði, sem oft getur reynst erfitt þegar vandamálin hlaðast upp. 

Fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra þurfa því á ráðgjöf, leiðbeiningum og stuðningi að halda.

"Eins og ég væri skugginn af sjálfri mér"

07/11/2019

"Eins og ég væri skugginn af sjálfri mér" - Ellý Katrín Guðmundsdóttir.

Viðtal við Ellýju og Magnús á heimasíðu Nordic Welfare Centre. Ellý greindist með Alzheimer fyrir þremur árum síðan þá 51 árs gömul.

Sjá viðtal hér.

 

"Frá þeim degi, hef ég þurft að venjast nýju lífi. Þetta hafði ekki aðeins áhrif á mig, einnig á alla fjölskyldu mína. Áherslan er hér og nú. Að fá eins mikið út úr lífinu og hægt er. Við erum að njóta lífsins núna meira en nokkru sinni fyrr".


Kærar þakkir fyrir að deila með okkur og að segja frá að lífið heldur áfram eftir greiningu.

 

28
nóv

Aðventu-Alzheimerkaffi á Akranesi

28/11/2019
kl. 17:00

Staðsetning

Hátíðarsal Höfða

Tími

Kl. 17:00

Stutt lýsing

29
nóv

Léttur föstudagur í Reykjanesbæ

29/11/2019
kl. 14:00

Staðsetning

Nesvellir

Tími

Kl. 14:00

Stutt lýsing

Sérstakur gestur er Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður.

Allir velkomnir.

Tenglar Alzheimersamtanna á Suðurnesjum

03
des

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

03/12/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

05
des

Alzheimerkaffi í Reykjavík

05/12/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik

Aðgangseyrir kr. 500.- kaffi innifalið.
Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.
 

VEFTRÉ
W:
H: