RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Alzheimerkaffi Akranes

18/10/2019

Alzheimerkaffi var haldið á Akranesi í Hátíðarsal Höfða fimmtudaginn 10.október síðastliðinn.

Gildi söngs á líðan fólks var yfirskrift dagsins og hélt Sveinn Arnar organisti Akraneskirkju uppi fjörinu og hreif fólk með sér í söngnum. Það var fjölmennt á Alzheimerkaffinu og rífandi stemning.

 

   

 

  

Tónlist og heilabilun

18/10/2019

Tónlist í öllu formi hefur mikil og góð áhrif á daglegt líf fólks með heilabilun og fjölskyldur þeirra.
Harry Gardner samdi lagið "Not Alone" um ömmu sína sem er með heilabilun. Tónlist Harry opnaði fyrir umræðu í fjölskyldu hans varðandi sjúkdóminn sem hafði verið þeim erfitt.

Sjá myndband hér.

Alzheimer

18/10/2019

Alzheimer er taugahrörnunarsjúkdómur og algengasti heilabilunarsjúkdómurinn. Sjúkdómurinn greinist oftast hjá eldra fólki, en yngri einstaklingar geta líka veikst.

Ókeypis App - Heilabilun

08/10/2019

Við hvetjum alla til að skoða appið Heilabilun sem var þýtt og staðfært af Alzheimersamtökunum. Höfundaréttur appsins „Allt um heilabilun“ er í eigu Nationalt Videncenter for Demens. Fyrsta útgáfan fór í loftið 2012 og fengu Alzheimersamtökin á Íslandi leyfi til að þýða og staðfæra appið. Verkefnið var styrkt af velunnurum samtakanna meðal annars Oddfellowreglunni. Hægt er að hlaða niður appinu í „Play Store“ eða „App Store“ undir heitinu Heilabilun. Með aldrinum eykst hættan á því að fá heilabilunarsjúkdóm. Einstaklingar með heilabilun breytast og verða smám saman verr í stakk búnir til að annast sjálfa sig og því er einnig hætta á því að aðrir sjúkdómar komi fram. Heilabilunarsjúkdómur gerir það erfiðara fyrir einstaklinginn að tjá sig um líkamleg einkenni, alveg eins og heilabilun hefur í miklum mæli áhrif á atferli einstaklingsins og þar með samvinnu við aðra um dagleg verkefni umönnunar.

Því er mikilvægt fyrir þá sem vinna við hjúkrun og umönnun að þeir hafi til að bera þekkingu á heilabilun. Í daglegum samskiptum við íbúa, notendur eða sjúklinga getur þú tekið eftir ýmsu til að tryggja rétta umönnun og meðferð einstaklingsins. Það er bæði mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvort heilabilun er að þróast hjá einstaklingnum og hafa auga með öðrum einkennum sjúkdóma og breytinga í atferli hjá einstaklingum með heilabilun.

 

05
nóv

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

05/11/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
 

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

07
nóv

Alzheimerkaffi á Höfn

07/11/2019
kl. 16:30

Staðsetning

Ekrusalurinn, Víkurbraut 30

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Ég er enn ég! Frásagnir 6 einstaklinga með heilabilun.

Upptaka frá málstofu Alzheimersamtakanna 21. september 2019.

Kaffi og smákökur. Allir velkomnir.

07
nóv

Alzheimerkaffi í Reykjavík

07/11/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik

Aðgangseyrir kr. 500.- kaffi innifalið.
Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.
 

12
nóv

Fræðslufundur í Reykjavík

12/11/2019
kl. 16:30 - 17:30

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 17:30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur í Hásal, Hátúni 10. 

Samantekt frá Alzheimer Europe ráðstefnunni í Den Haag 23.-25. október 2019.

Notendur, aðstandendur og starfsmenn miðla fróðleik frá ráðstefnunni.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. 

VEFTRÉ
W:
H: