RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Páskakveðja

08/04/2020

Nú sem aldrei fyrr, hvetjum við alla sem þekkja til eða standa nærri þeim sem er í hlutverki maka og umönnunaraðila fólks sem glímir við heilabilunarsjúkdóma, að gleyma þeim ekki.

 

Tímar sem þessir reyna enn meira á en áður og er nóg samt. Þeir sem eiga maka eða náinn ættingja með heilabilun sem býr enn heima, reyna þessa dagana að sitja í sjálfskipaðri sóttkví m.a. af ótta við að veikjast og geta þá ekki annast sitt fólk. Einangrunin gerir að auki öflun aðfanga erfiðari en áður og því miður gleymist þessi hópur oft þar sem heilbrigt fólk telur það eiga nóg með sitt.

 

Einstaklingurinn með heilabilunarsjúkdóminn skilur oft ekki um hvað þetta snýst? Hvers vegna má ekki snertast? Hvers vegna getum við ekki farið í sund? Í bíó? Hvar eru barnabörnin?

 

Þessar breytingar valda vanlíðan og geta í mörgum tilfellum leitt til hegðunarbreytinga, ergelsis, leiða og sorgar. Um leið eykst álagið á makann eða þann sem annast hinn veika heima og einsemdin eykst í einangruninni.

Og það versta er, að við vitum ekki hvenær þetta tekur enda.

 

Við viljum hvetja alla sem vita af fólki í þessum sporum að íhuga hvernig þeir geta rétt hjálparhönd. Bara eitt símtal getur stundum skipt sköpum. Láta viðkomandi vita að ykkur standi ekki á sama og séuð að hugsa til þeirra. Spyrja hvort það vanti eitthvað úr búðinni? Bjóðast til að sitja hjá hinum veika, svo aðstandandinn komist í lítinn göngutúr. Þarna þarf vitaskuld að gæta að reglum um fjarlægð en við erum orðin reynd í því og vitum hvað gildir. Aðstoðið við uppsetningu og notkun búnaðar til fjarskipta því það er alltaf gott að sjá andlit á bak við röddina.

Það gæti verið verkefni á ferðalaginu innanhúss um páskana að allir láti sér detta í hug eitt „góðverk“ fyrir þá sem sitja í sóttkví, hvort sem hún er sjálfskipuð eður ei.

 

Nú reynir á að halda þetta út og fylgja áfram fyrirmælum. Þannig leggjum við okkar á vogaskálarnir með öllum hinum þar sem markmiðið er að ná tökum á útbreiðslu veirunnar.

 

Við hjá Alzheimersamtökunum viljum óska félagsmönnum og öllum velunnurum Gleðilegra páska og vonum að framundan sé betri tíð með blóm í haga.  

Smitrakningarappið Rakning C-19

02/04/2020

Við hvetjum félagsmenn Alzheimersamtakanna að ná sér í smitrakn­ing­arappið Rakning C-19 frá Embætti Landlæknis sem komið er inn á App Store fyrir iPhone.

Tilgangur Rakning C-19 er að hefta útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Hér er hægt að nálgast appið. Við erum öll almannavarnir!

Söngfuglar með heilabilun - Heimildarmynd á RÚV í tveimur þáttum

02/04/2020

Fræðumst um heilabilun og áhrif tónlistar á líðan fólks með heilabilun.
Við hvetjum áhugasama til að horfa á RÚV, þriðjudaginn 31.mars kl. 21:00. Þar var sýnd heimildarmyndin: Söngfuglar með heilabilun sem er í tveimur hlutum frá sjónvarpsstöðinni BBC. Leikkonan Vicky McClure stofnaði kór fyrir fólk með heilabilun. Hún leggur áherslu á að fylgja rannsóknum um mikilvægi tónlistar sem hafa sýnt fram á jákvæð áhrif á líðan fólks með heilabilun. Seinni hluti heimildarmyndar verður sýndur viku síðar, þriðjudaginn 7.apríl kl. 20:35

Umfjöllun í fjölmiðlum um fræðsluverkefnið Viltu vera Heilavinur!

02/04/2020

Umfjöllun í fjölmiðlum um fræðsluverkefni Alzheimersamtakanna: Viltu vera Heilavinur! Viðtal við Sigurbjörgu Hannesdóttur fræðslustjóra Alzheimersamtakanna sem er verkefnastjóri Heilavina og Kristínu Kristófersdóttur sem á eiginmann sem greindist með Alzheimer aðeins 53 ára gamall.

Viðtalið er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þriðjudaginn 31.mars í þættinum 21 og hefst á 13:30 mínútu. Þetta er frétta- og umræðuþáttur, stjórnendur þáttarins eru Sigmundur Ernir og Linda Blöndal. Þau eru bæði Heilavinir. Hér má sjá þáttinn á Hringbraut.

Ert þú kæri félagsmaður búinn að skrá þig á www.heilavinur.is? Ef ekki þá hvetjum við ÞIG til að gera það í dag. Tilgangur með fræðsluverkefninu er meðal annars að opna umræðuna um heilabilun og minnka fordóma í íslensku samfélagi. Vertu með, það skiptir máli!

21
apr

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - Fellur niður vegna COVID-19

21/04/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

21
apr

Stuðningshópur fyrir aðstandendur - síðdegishópur - Fellur niður vegna COVID-19

21/04/2020
kl. 16:30-18:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30-18:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.    

 

05
maí

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

05/05/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

05
maí

Aðalfundur Alzheimersamtakanna

05/05/2020
kl. 17:00-19:00

Staðsetning

Hásalur, Hátúni 10

Tími

Kl. 17:00-19:00

Stutt lýsing

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Tillögur um lagabreytingar sem fram verða lagðar má finna hér.

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Fastir liðir á aðalfundi eru:
1.    Setning fundarins.
2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3.    Skýrsla stjórnar.
4.    Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram, skýrðir og             afgreiddir.
5.    Endurskoðaðir ársreikningar félagsdeilda skýrðir og afgreiddir 
6.    Skýrslur forstöðumanna félagsdeilda.
7.    Skýrslur fagráðs og starfshópa.
8.    Lagabreytingar.
9.    Kosning stjórnar.
10.  Kosning skoðunarmanna reikninga, einn aðalmann og einn             varamann.
11.  Ákvörðun um árgjald.
12.  Önnur mál.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta á fundinn.

VEFTRÉ
W:
H: