RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Sálfræðiþjónusta færð undir Sjúkratryggingar

30/06/2020

Gleðifregnir frá þingheimum sem samþykkti í nótt að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum.
Í greinargerð frumvarpsins er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. Algengast þykir að einstaklingur þurfi á bilinu 10–15 meðferðartíma hjá sálfræðingi til að ná bata. „Bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar eru því talin í hundruðum þúsunda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hendi,“ eins og segir í greinargerðinni. Hins vegar segir í sama nefndaráliti að líklega verði þó um sparnað til lengri tíma að ræða, auk þess sem komið verður í veg fyrir „óþarfa þjáningu einstaklinga sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða.“

Sjá má frétt um málið á Vísi hér.

Heilabilun - Inngangur fyrir fagaðila - Nám Endurmenntun

30/06/2020

"Heilabilunarsjúkdómar hafa áhrif á miklu fleiri en þann sem veikist, þetta er fjölskyldusjúkdómur" segir Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgafi MA.hjá sveitarfélaginu Skagafirði og umsjónarmaður með Heilabilun - Inngangur fyrir fagaðila hjá Endurmenntun. "Allir sem veita fólki með heilabilun þjónustu geta fengið mikið út úr því að bæta náminu við sig. Námið byggir á hugmynd um heilabilunarráðgjafa sem sérhæfing og er þekkt nám í öðrum nágrannalöndum" segir Sirrý Sif.

 

Námið er í samvinnu við Alzheimersamtökin og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og er þverfaglegt inngangsnámskeið um heilabilunarsjúkdóma fyrir fagaðila. Farið er yfir grundvallaratriði og nýjustu þekkingu á ýmsum hliðum heilabilunar, t.a.m. líffræðilegri meingerð, persónumiðaðri umönnun, færni starfsfólks og hvernig má hámarka vellíðan í gegnum allt sjúkdómsferlið.
Hægt er að horfa á myndband um námið hér og nánari upplýsingar á heimasíðu Endurmenntun hér.

Kynningarmyndband Reykjavíkurmaraþon 2020

30/06/2020

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 22. ágúst 2020. Í fyrra söfnuðust 167 milljónir sem runnu óskiptar til góðgerðarfélaga en frá því Hlaupastyrkur fór í loftið árið 2006 hafa alls safnast yfir 990 milljónir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hægt er að heita á maraþonhlauparana á hlaupastyrkur.is og hvetjum við alla félagsmenn til að skella sér í hlaupaskónna og taka þátt og hlaupa fyrir Alzheimersamtökin.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2020

30/06/2020

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 37. sinn laugardaginn 22. ágúst 2020 með breyttu sniði miðað við fyrirhugaðar afléttingar á samkomubanni. Hlaupið verður ræst í nokkrum ráshópum til að virða hámarksfjölda hlaupara, en þá verður ræsingin yfir lengri tíma en áður hefur verið. Rássvæði verður í Sóleyjargötunni og marksvæði í Lækjargötu, því mun upphaf hlaupaleiðanna breytast lítillega í kjölfarið.

Til að stýra flæðinu í Laugardalshöllinni hefur opnunartími afhendingu gagna verið lengdur. Skráning fer fram á heimasíðu þeirra www.rmi.is. Í skráningarferlinu þurfa þátttakendur að velja ráshóp og þar sem takmarmaður fjöldi er í hvern ráshóp, en þetta er gert til þess að virða reglur um fjöldatakmörkun. Í boði eru fimm vegalengdir eins og áður, 3 km, 10 km, 21,1 km og 42,2 km. 10 km, 21,1 km og 42,2 km vegalengdir verða allar ræstar frá Sóleyjargötu. Við mælum með að fólk skrái sig sem fyrst því það getur orðið uppselt í til dæmis 10 km hlaupið.

 

Hlaupurum gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðafélaga. Ef þú vilt hlaupa til styrktar Alzheimersamtakanna þá þarf að skrá það sérstaklega á www.hlaupastyrkur.is. Við mælum með að hlauparar setja mynd og smá frásögn af hverju þið viljið hlaupa fyrir samtökin.

 


Þetta er tilvalið tækifæri til að auka umræðuna um Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma. Við þökkum öllum hlaupurum sem nú þegar eru búnir að skrá sig og hlökkum til að sjá ykkur í ágúst. Einnig hægt að taka þátt í hlaupinu án þess að hlaupa og eru Alzheimersamtökin með hvatningarstöð í hlaupinu sem er staðsett að horni Eiðsgranda og Grandavegar. Allir geta tekið þátt og velkomnir!

Hægt er að sjá allar nánari upplýsingar á viðburðardagatali Alzheimersamtakanna www.alzheimer.is 

13
júl

Sumarlokun skrifstofu

13/07/2020
kl. 08:00

Staðsetning

Setrið, Hátún 10

Tími

Kl. 08:00

Stutt lýsing

04
ágú

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi

04/08/2020
kl. 09:00

Staðsetning

Setrið, Hátún 10

Tími

Kl. 09:00

Stutt lýsing

11
ágú

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur

11/08/2020
kl. 16:30

Staðsetning

Fundarherbergi Setursins Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Nýr stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.    

18
ágú

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

18/08/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

VEFTRÉ
W:
H: